Frábær sigur U-21 árs liðsins gegn Englandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. mars 2011 20:41 Íslensku strákarnir fagna sigurmarki Hólmars Arnar í kvöld. Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu sýndi enn eina ferðina í kvöld hvers það er megnugt. Þá gerðu strákarnir sér lítið fyrir og lögðu England á útivelli, 1-2. Enska liðið byrjaði leikinn mikið betur. Réði spilinu á meðan íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum. Eftir aðeins þrettán mínútna leik kom Nathan Delfouneso, leikmaður Burnley, enska liðinu yfir. Hann fékk þá magnaða stungusendingu sem hann kláraði örugglega. Íslenska liðið komst betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og fór að gera sig líklegt. Þrem mínútum fyrir leikhlé náðu strákarnir að jafna. Alfreð Finnbogason átti þá frábæra stungusendingu á Arnór Smárason og hann kláraði færið með stæl. Virkilega vel gert og 1-1 í hálfleik. Íslensku strákarnir mættu fullir sjálfstrausts til síðari hálfleiks og sóknarleikur liðsins enn markvissari. Sem fyrr var Alfreð Finnbogason arkitektinn að flestum sóknum íslenska liðsins. 25 mínútum fyrir leikslok komst Ísland síðan yfir er Hólmar Örn Eyjólfsson skallaði boltann glæsilega í netið eftir hornspyrnu. Afar smekklega gert. Korteri fyrir leikslok fékk Björn Bergmann Sigurðarson frábært tækifæri til þess að klára leikinn. Alfreð átti þá enn eina gullsendinguna, Björn einn gegn markmanni en hann lét verja frá sér. Enska liðið sótti nokkuð stíft undir lokin, þjarmaði að íslenska markinu en baráttuglaðir Íslendingar héldu þeim í skefjum og fögnuðu sætum sigri. Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira
Íslenska U-21 árs liðið í knattspyrnu sýndi enn eina ferðina í kvöld hvers það er megnugt. Þá gerðu strákarnir sér lítið fyrir og lögðu England á útivelli, 1-2. Enska liðið byrjaði leikinn mikið betur. Réði spilinu á meðan íslenska liðinu gekk illa að halda boltanum. Eftir aðeins þrettán mínútna leik kom Nathan Delfouneso, leikmaður Burnley, enska liðinu yfir. Hann fékk þá magnaða stungusendingu sem hann kláraði örugglega. Íslenska liðið komst betur inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn og fór að gera sig líklegt. Þrem mínútum fyrir leikhlé náðu strákarnir að jafna. Alfreð Finnbogason átti þá frábæra stungusendingu á Arnór Smárason og hann kláraði færið með stæl. Virkilega vel gert og 1-1 í hálfleik. Íslensku strákarnir mættu fullir sjálfstrausts til síðari hálfleiks og sóknarleikur liðsins enn markvissari. Sem fyrr var Alfreð Finnbogason arkitektinn að flestum sóknum íslenska liðsins. 25 mínútum fyrir leikslok komst Ísland síðan yfir er Hólmar Örn Eyjólfsson skallaði boltann glæsilega í netið eftir hornspyrnu. Afar smekklega gert. Korteri fyrir leikslok fékk Björn Bergmann Sigurðarson frábært tækifæri til þess að klára leikinn. Alfreð átti þá enn eina gullsendinguna, Björn einn gegn markmanni en hann lét verja frá sér. Enska liðið sótti nokkuð stíft undir lokin, þjarmaði að íslenska markinu en baráttuglaðir Íslendingar héldu þeim í skefjum og fögnuðu sætum sigri.
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Í beinni: Fulham - Manchester United | Hvað gera djöflarnir í Lundúnum? María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Sjá meira