Andlát í World Class: Lét starfsfólk vita af manninum Erla Hlynsdóttir skrifar 10. mars 2011 22:24 Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar. Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Gestur líkamsræktarstöðvarinnar World Class lét starfsfólk stöðvarinnar vita rétt fyrir lokun hennar, að enn væri maður eftir inni. Morguninn eftir fannst maðurinn látinn í gufuklefa stöðvarinnar. Öryggisreglur World Class hafa verið yfirfarnar. Maður á níræðisaldri fékk hjartaáfall og lést í gufubaði líkamsræktarstöðvarinnar World Class í síðustu viku. Rannsókn lögreglu og niðurstöður bráðabirgðakrufningar staðfestu að andlátið bar ekki að með saknæmum hætti. Líkamsræktarstöðin lokar klukkan hálf tólf á kvöldin en stuttu fyrir lokun þetta kvöld kom maður úr búningsklefanum í afgreiðsluna og lét vita að enn væri inni maður sem ekkert fararsnið væri á. Umræddum viðskiptavini og starfsmanni ber ekki saman um nákvæmt orðalag í þessum samskiptum, og það staðfestir lögregla. Eftir lokun fóru starfsmenn í hefðbundna eftirlitsferð og sýna upptökur úr eftirlitsmyndavélum að þeir sinntu skyldu sinni, utan þess að þeir litu ekki inn í gufuklefana. Eigendur World Class sendu frá sér tilkynningu eftir atvikið þar sem harmað er að verklagsreglum hafi ekki verið fylgt og fjölskyldu hins látna vottuð samúð. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar segir að um skyndidauða hafi verið að ræða og því talið að enginn hefði getað komið í veg fyrir andlátið. Ekki er tiltekið í reglum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að starfsfólk skuli fara inn í gufuklefa til að tryggja að þar sé enginn við lokun. Það er hins vegar í verklagsreglum World Class. Þá eru á líkamsræktarstöðinni hjartastuðtæki, og neyðarhnappur í hverjum gufuklefa. Eftir umrætt atvik fóru fulltrúar Heilbrigðiseftirlitsins í eftirlitsferð á líkamsræktarstöðina. Þar er í öllu farið að reglum um öryggi og ekki talin ástæða til áminningar.
Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira