Vettl framlengdi samning við Red Bull til loka ársins 2014 14. mars 2011 12:34 Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel og Helmut Marko, sérlegur ráðgafji Red Bull í akstursíþróttum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum. Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Þýski Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur framlengt samning sinn við Formúlu 1 lið Red Bull til loka ársins 2014. Red Bull sendi frá sér staðfestingu um málið í dag. Í frétt á autosport.com í dag segir Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull í akstursíþróttum að það hafi legið beint við að framlengja samningin á milli aðilanna tveggja. "Þetta var sameiginleg ákvörðun að framlengja samning Sebastians til 2014. Báðir aðilar vildu halda áfram samstarfinu, þannig að þetta var ekkert mál", sagði Marko. Fyrri samningur Vettels við Red Bull var til loka þess árs, með klásúlu um möguleika á framlengingu á næsta ári, en nú er ljóst að hann verður mun lengur hjá Red Bull. Auk þess að framlengja samning sinn við Vettel, þá er Red Bull liðið búið að tryggja sér áframhaldandi samstarf við aðal tæknimennina, þeirra á meðal hönnuðinn Adrian Newey. Marko sagði að Red Bull væri búið að tryggja áframhaldandi störf 50 mikilvægustu starfsmanna liðisns í stjórnunarstöðum til loka 2014, til að tryggja áframhaldandi velgengni liðsins. Á wilkipedia.com kemur fram að Vettel varð yngsti heimsmeistari sögunnar í fyrra með Red Bull, 23 ára gamall, en hann vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 móti árið 2008 með Torro Rosso. Þá varð Vettel yngsti ökumaður sögunnar til að vinna Formúlu 1 mót, hann var þá 21 árs og 74 daga gamall. Vettel hefur unnið 10 Formúlu 1 mót á ferlinum og 19 sinnum komist á verðlaunapall og 15 sinnum náð besta tíma í tímatökum.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira