Hagfræðingur segir gjaldþrot blasa við ef Icesave verður samþykkt Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. mars 2011 12:07 Íslendingar munu kjósa um Icesave í apríl. Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili Icesave Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Með því að samþykkja Icesave má kaupa tíma til að endurskipuleggja hagkerfið og endurfjármögnun erlendra lána sem brátt eru á gjalddaga yrði auðveldari til skamms tíma. En það yrði þá líka kraftaverki líkast ef ríkissjóður færi ekki í greiðsluþrot nokkrum árum síðar, segir Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í hagfræði við Exeter háskólann. Ólafur hefur skrifaði ítarlega greinagerð um Icesave sem hann birtir á fréttavefnum Pressunni. Ólafur segir að ef Icesave yrði samþykkt yrði áfram stuðst við erlent fjármagn til fjárfestinga og atvinnuuppbyggingar á Íslandi. Ef samningnum yrði hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu myndi það setja verulega tímapressu á Íslendinga, sérstaklega ráðamenn, til þess að taka til hendinni við að endurskipuleggja lífeyris- og fjármálakerfið. Þá yrði mældur hagvöxtur ekki jafn mikill til skamms tíma því mikill flýtir væri á því að nota tekjur þjóðarinnar til að endurskipuleggja skuldir í stað þess að njóta þeirra á annan hátt, s.s. með einka- og samneyslu. Tækist Íslendingum hins vegar að standa sig í stykkinu til skamms tíma væri framtíðin björt. „Það er mikilvægt að gera sér grin fyrir því að höfnun Icesave ein og sér er fjarri því jákvæð fyrir hagkerfið. Mun fleiri og mikilvægari skref þarf að taka til að enndurreisn hagkerfisins geti talist til frambúðar. höfnun Icesave kallar á mjög hratt endurskipulag hagkerfisins og ef hún tekst ekki þá verður niðurstaðan sú sama og ef Icesave er samþykkt: gjaldþrot ríkissjóðs," segir Ólafur í greinagerð sinni. Ólafur segir að grundvallarvandamál Íslendinga séu háar brúttó skuldir. Það vandamál verði ekki leyst með samþykki Icesave heldur endurskipulagi sjálfs hagkerfis Íslendinga. „Höfnun Icesave er aðeins fyrsta mikilvæga skrefið í því ferli sem nauðsynlegt er til að koma hagkerfinu á stöðuga braut til langs tíma," segir Ólafur. Hann segir að spurningin um Icesave snúist ekki um „nei" eða „já" heldur hversu hratt Íslendingar treysti sér til að gera þær nauðsynlegu breytingar sem gera verði ef skapa eigi hagkerfi sem sé ekki raunveruleg eða stórkostleg hætta á að reki sjálft sig í gjaldþrot með nokkurra áratuga millibili
Icesave Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira