IE-deildin: Ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð 17. mars 2011 12:15 „Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
„Það er lífsstíll að vera ekki KR-ingur og það er alveg sama við hvern maður talar – það setja allir pressu á KR. Það er ekki hægt að bera saman Njarðvíkurliðið í dag og það sem var í haust. Þetta er bara nýtt lið," sagði Svali Björgvinsson í Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina í körfubolta karla sem sýndur var á mánudaginn. KR, sem endaði í 2. sæti deildarinnar tekur á móti Njarðvík sem náði að landa 7. sætinu eftir skelfilega byrjun á Íslandsmótinu. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld og hefst leikurinn kl. 19.15. „Þetta einvígi gæti í raun verið úrslitaeinvígið – ég geri ráð fyrir alveg rosalegri keppni," sagði Svali m.a. í þættinum. „Pavel Ermolinskij er stórkostlegur leikmaður og Marcus Walker er eins manns hraðaupphlaup. KR þarf að vera með betri skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna í úrslitakeppninni," bætti hann við. Benedikt telur að fjarvera Fannars Ólafssonar gæti haft mikil áhrif á KR-liðið en Fannar braut þumalfingur hægri handar á dögunum en hann er byrjaður að æfa á ný með liðinu. „Fannar bindur þetta KR lið saman í varnarleiknum en hann verður ekkert lengi frá. Ég get eiginlega lofað því að hann verður mættur í þessa Njarðvíkurseríu," sagði Benedikt m.a. í þættinum. „Það er búið að vera mikið rót á Njarðvíkurliðinu, Nýir þjálfarar og margir nýir erlendir leikmenn. Þetta hefur verið að skila sér og þeir hafa unnið 6 af síðustu 8 leikjum. Ég hefði reyndar viljað sjá þá vinna KFÍ á útivelli um daginn til þess að sjá það að þeir væru komnir á gott flug. Það er ekkert grín að fyrir KR að fá Njarðvík í fyrstu umferð," sagði Benedikt. Sérfræðingarnir ræddu einnig um útlendingamálin við Guðjón Guðmundsson í þættinum og þar voru skiptar skoðanir um þróun mála í íslenskum körfubolta.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00 Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Svali og Benedikt spá Stjörnunni sigri gegn Grindavík Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla í körfubolta hefst í kvöld og ein áhugaverðasta viðureignin í átta liða úrslitunum er rimma Grindavíkur og Stjörnunnar úr Garðabæ. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti deildarkeppninnar. Í upphitunarþætti Stöðvar 2 sport sem sýndur var á mánudaginn fóru sérfræðingarnir Benedikt Guðmundsson og Svali Björgvinsson yfir stöðuna í þessari viðureign. 17. mars 2011 11:00
Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. 17. mars 2011 12:53