Hlutabréfahrun í Saudi Arabíu, ótti við mótmæli 1. mars 2011 13:40 Hlutabréfamarkaðurinn í Saudi Arabíu hefur verið í frjálsu falli í dag vegna orðróms um fjöldamótmæli og uppþot í landinu síðar í þessum mánuði. Samhliða er olíuverðið tekið að hækka að nýju. Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk segir að Tadawul hlutabréfavísitalan í Saudi Arabíu hafi fallið um meir en 8% í dag. Slíkt hefur ekki gerst síðan að fjármálakreppan skall á með fullum þunga árið 2008. Fram kemur að fyrir utan að ástandið í Túnis, Egyptalandi og Líbýu sé farið að smita út frá sér til Saudi Arabíu hefur að því er virðist ástæðulaus handtaka á shía klerknum Sheik Tawfiq al-Amir hellt olíu á eldinn. Omair Ansari greinandi hjá Gulfmena Investments í Dubai segir í samtali við Bloomberg að þróunin í Saudi Arabíu þessa stundina sýni glögglega að mikil áhætta sé til staðar fyrir fjárfesta í Arabaheiminum. „Við heyrum enn orðróm um mótmælaaðgerðir þann 14. og 20. þessa mánaðar. Sá orðrómur eykur óöryggið þótt kannski ekkert verði úr þessum mótmælum,“ segir Ansari. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Hlutabréfamarkaðurinn í Saudi Arabíu hefur verið í frjálsu falli í dag vegna orðróms um fjöldamótmæli og uppþot í landinu síðar í þessum mánuði. Samhliða er olíuverðið tekið að hækka að nýju. Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk segir að Tadawul hlutabréfavísitalan í Saudi Arabíu hafi fallið um meir en 8% í dag. Slíkt hefur ekki gerst síðan að fjármálakreppan skall á með fullum þunga árið 2008. Fram kemur að fyrir utan að ástandið í Túnis, Egyptalandi og Líbýu sé farið að smita út frá sér til Saudi Arabíu hefur að því er virðist ástæðulaus handtaka á shía klerknum Sheik Tawfiq al-Amir hellt olíu á eldinn. Omair Ansari greinandi hjá Gulfmena Investments í Dubai segir í samtali við Bloomberg að þróunin í Saudi Arabíu þessa stundina sýni glögglega að mikil áhætta sé til staðar fyrir fjárfesta í Arabaheiminum. „Við heyrum enn orðróm um mótmælaaðgerðir þann 14. og 20. þessa mánaðar. Sá orðrómur eykur óöryggið þótt kannski ekkert verði úr þessum mótmælum,“ segir Ansari.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira