Hlutabréfahrun í Saudi Arabíu, ótti við mótmæli 1. mars 2011 13:40 Hlutabréfamarkaðurinn í Saudi Arabíu hefur verið í frjálsu falli í dag vegna orðróms um fjöldamótmæli og uppþot í landinu síðar í þessum mánuði. Samhliða er olíuverðið tekið að hækka að nýju. Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk segir að Tadawul hlutabréfavísitalan í Saudi Arabíu hafi fallið um meir en 8% í dag. Slíkt hefur ekki gerst síðan að fjármálakreppan skall á með fullum þunga árið 2008. Fram kemur að fyrir utan að ástandið í Túnis, Egyptalandi og Líbýu sé farið að smita út frá sér til Saudi Arabíu hefur að því er virðist ástæðulaus handtaka á shía klerknum Sheik Tawfiq al-Amir hellt olíu á eldinn. Omair Ansari greinandi hjá Gulfmena Investments í Dubai segir í samtali við Bloomberg að þróunin í Saudi Arabíu þessa stundina sýni glögglega að mikil áhætta sé til staðar fyrir fjárfesta í Arabaheiminum. „Við heyrum enn orðróm um mótmælaaðgerðir þann 14. og 20. þessa mánaðar. Sá orðrómur eykur óöryggið þótt kannski ekkert verði úr þessum mótmælum,“ segir Ansari. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutabréfamarkaðurinn í Saudi Arabíu hefur verið í frjálsu falli í dag vegna orðróms um fjöldamótmæli og uppþot í landinu síðar í þessum mánuði. Samhliða er olíuverðið tekið að hækka að nýju. Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk segir að Tadawul hlutabréfavísitalan í Saudi Arabíu hafi fallið um meir en 8% í dag. Slíkt hefur ekki gerst síðan að fjármálakreppan skall á með fullum þunga árið 2008. Fram kemur að fyrir utan að ástandið í Túnis, Egyptalandi og Líbýu sé farið að smita út frá sér til Saudi Arabíu hefur að því er virðist ástæðulaus handtaka á shía klerknum Sheik Tawfiq al-Amir hellt olíu á eldinn. Omair Ansari greinandi hjá Gulfmena Investments í Dubai segir í samtali við Bloomberg að þróunin í Saudi Arabíu þessa stundina sýni glögglega að mikil áhætta sé til staðar fyrir fjárfesta í Arabaheiminum. „Við heyrum enn orðróm um mótmælaaðgerðir þann 14. og 20. þessa mánaðar. Sá orðrómur eykur óöryggið þótt kannski ekkert verði úr þessum mótmælum,“ segir Ansari.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira