Japanskur bílaframleiðandi í samstarf við meistaralið Red Bull 1. mars 2011 16:41 Sebastian Vettel og Red Bull hafa verið við æfingar á nýjum keppnisbíl liðsins á Spáni og munu æfa á brautinni í Katalóníu í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer. Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Japanski bílaframleiðandinn Infinity, sem er í eigu Nissan og Formúlu 1 lið Red Bull hafa gert með sér samstarfssamning og mun Infinity auglýsa á bílum Red Bull á þessu ári og hugmyndin er að aðilarnir tveir muni starfa sama á tæknilega sviðinu í framtíðinni. Vefsíðan autosport.com greinir frá þessu í dag. Eftir sem áður mun Renault bílaframleiðandinn útvega Red Bull keppnisvélar, en Red Bull varð meistari bílasmiða í fyrra og Sebastian Vettel, ökumaður liðsins meistari ökumanna. Renault og Nissan eru þegar í samstarfi í bílageiranum og því er ekki um hagsmunaárekstur að ræða, þó Infinity, sem framleiðir lúxusbíla styrki og starfi með Red Bull. "Eftir því sem liðið hefur þróast, þá er mikilvægara fyrir okkur að horfa til framtíðar. Að gæta þess að við séum að vinna með réttum samstarfsaðilum, hvort sem um ræðir markaðslegu hliðina eða á annars staðar", sagði Christian Horner, yfirmaður Red Bull. Honer telur tæknilega þekkingu hjá Infinity geti komið Red Bull til góða. "Sem sjálfstætt keppnislið þá erum við ekki sérfræðingar í rafgeymum eða KERS kerfinu. Við viljum einbeita okkur að því að hanna og framleiða undirvagninn og ef við getum nýtt okkur aðra þekkingu frá Nissan og Infinity, þá er það spennandi fyrir okkur", sagði Horner. Varaforseti Infinity, Andy Palmer hefur trú á því að fyrirtækið geti hjálpað Red Bull hvað mest varðandi rafgeyma og KERS kerfið, en aðrir þættir séu líka mögulegir hvað tæknilega samvinnu varðar. "Nissan er augljóslega leiðandi í gerð rafmagnsbíla og eftir því sem hlutir færast í þá áttina, þá eru möguleikar á samvinnu. Við sjáum hvað setur. Við erum hér til að svara fyrirspurnum í byrjun og sjáum hvernig þetta gengur", sagði Palmer.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira