Vettel býst við 3-4 þjónustuhléum í Formúlu 1 mótum 2. mars 2011 16:11 Sebastian Vettel og Red Bull á æfingu í Barcelona, en keppnislið eiga eftir að æfa þar í nokkra daga í mars. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1 heimsmeistarinn Sebastian Vettel spáir því að fleiri þjónustuhlé verði í Formúlu 1 mótum ársins miðað við fyrri tíð, vegna þess hvernig keppnisdekkin frá Pirelli virka. Keppnislið og ökumenn þeirra hafa æft mikið á nýju dekkjunum fyrir Formúlu 1 á nokkrum æfingum á Spáni. Pirelli sér öllum liðum fyrir dekkjum á þessu ári, eftir að Bridgestone dró sig í hlé frá íþróttinni. "Dekkin eru mjög ólík þeim sem voru notuð í fyrra, en það sama gengur yfir alla. Ég held að kappaksturinn breytist", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag. Pirelli dekkin eru viljandi hönnuð og framleidd þannig að þau slitna meira, en dekkin sem Bridgestone bauð upp á. Það er gert til reyna meira á ökumenn og keppnislið í mótum og auka tilþrif. "Ég tel að það verði ómögulegt að taka bara eitt þjónustuhlé í mótum, eða tvö á þessu stigi. Ég held að það verði þrjú eða fjögur þjónusuhlé. Það mun gera hlutina áhugaverða. Spurningin er hvort þetta er gott eða vont fyrir okkur. Það er erfitt að segja núna. Við verðum að sjá hvernig mótin þróast", sagði Vettel. Vettel telur að ný útfærsla af afturvæng, sem er stillanlegur geti hjálpað til við framúrakstur, en honum má þó beita á takmarkaðan hátt. Þá er KERS kerfi í flestum Formúlu 1 bílum á ný, sem gefur auka hestöfl til framúraksturs í tiltekinn tíma. "KERS kerfið er samskonar hjá öllum, en afturvængurinn er önnur saga. Það er aðeins hægt að nota hann til sóknar, ekki í vörn. Ég vona bara að þetta geri ekki framúrakstur of auðveldan, þá verður kappaksturinn gervilegur. Við sjáum hvað setur", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira