Körfubolti

Margrét Kara: Þetta verður löng og ströng úrslitakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Kara Sturludóttir í leik með KR.
Margrét Kara Sturludóttir í leik með KR.
Margrét Kara Sturludóttir átti flottan leik fyrir KR þegar liðið vann Hamar í Hveragerði í kvöld en hún var með 20 stig og 15 fráköst í 63-57 sigri.

„Þetta var svolítið skrítinn leikur en við náðum að klára þetta og það var fyrir öllu," sagði Margrét Kara eftir leikinn.

„Við erum að ná okkur eftir þennan leiðinlega bikardag og erum bara að undirbúa okkur fyrir úrslitakeppnina. Það er alltaf erfitt að koma hingað og það er gott að vera búnar að vinna okkar fyrsta leik hér í vetur. Við stóluðum á vörnina okkar og hún landaði þessum sigri eins og flestum öðrum hjá okkur. Þetta hafðist," sagði Kara.

Hamar og Keflavík sitja hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en KR mætir liðinu sem endar í 2. sæti í B-deildinni.

„Þetta verður löng og ströng úrslitakeppni. Við ætlum bara að byrja á fyrsta leik og vinna okkur upp," sagði Kara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×