NBA: Þríframlengt í London þegar New Jersey vann aftur Toronto Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2011 11:00 Deron Williams og Sasha Vujacic. Mynd/AP NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94 NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
NBA-liðin New Jersey Nets og Toronto Raptors buðu upp á mikla skemmtun í seinni leik sínum í London í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Nets vann að lokum eins stigs sigur, 137-136, eftir þrjár framlengingar. Travis Outlaw (14 stig) skoraði síðustu átta stigin fyrir New Jersey Nets í leiknum og tryggði sínum mönnum sigurinn. Fjórum sinnum mistókst leikmönnum liðanna að skora flautukörfu og tryggja sínu liði sigur. Brook Lopez var með 34 stig, 14 fráköst og 8 varin skot hjá Nets og Deron Williams var með 21 stig og 18 stoðsendingar. Hjá Toronto var Andrea Bargnani stigahæstur með 35 stig og 12 fráköst en DeMar DeRozan skoraði 30 stig. New Jersey Nets vann báða leiki liðanna í London og enginn kunni betur við sig en Kris Humphries. Humphries var með 20 stig og 17 fráköst í seinni leiknum og hafði verið með 18 stig og 17 fráköst í þeim fyrri. Ekki slæmar tölur fyrir mann sem er með 9,4 stig og 9.6 fráköst að meðaltali í leik.Mynd/APAl Jefferson skoraði 27 stig og Raja Bell (16 stig) var með tvær mikilvægar körfur og einn stolinn bolta á úrslitastundu þegar Utah Jazz vann 109-102 sigur á Sacramento Kings í framlengdum leik. Paul Millsap meiddist á hné í leiknum en Utah náði engu að síður að enda sjö leikja taphrinu á heimavelli. Ty Corbin, eftirmaður Jerry Sloan hjá Utah, vann því loksins sigur í Salt Lake City. DeMarcus Cousins var með 18 stig og 18 fráköst hjá Sacramento. LaMarcus Aldridge var með 26 stig í auðveldum 93-69 heimasigri Portland Trail Blazers á Charlotte Bobcats. Gerald Henderson skoraði 16 stig fyrir Charlotte-liðið sem er búið að tapa fjórum leikjum í röð. Nýliðinn John Wall var með 18 stig og 11 fráköst þegar Washington Wizards vann 103-96 sigur á Minnesota Timberwolves þrátt fyrir að Kevin Love væri með 20 stig og 21 frákast. Þetta var þriðji 20-20 leikur Love í röð, sá ellefti á tímabilinu og jafnframt fimmtugasta tvenna hans í röð.Mynd/APKevin Martin skoraði 20 stig og þeir Chase Budinger og Kyle Lowry voru með 18 stig hvor þegar Houston Rockets vann 112-95 sigur á Indiana Pacers. Houston er búið að vinna sex af síðustu sjö leikjum sínum og ætla sér greinilega inn í úrslitakeppnina. Tyler Hansbrough skoraði mest 17 stig fyrir Indiana-liðið sem hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Blake Griffin var einni stoðsendingu frá þrennunni þegar Los Angeles Clippers vann 100-94 sigur á Denver Nuggets. Blake endaði með 18 stig, 12 fráköst og 9 stoðsendingar. Eric Bledsoe var með 15 af 20 stigum sínum í lokaleikhlutanum og nýi leikstjórnandinn Mo Williams var með 17 stig. Nene var atkvæðamestur hjá Denver með 25 stig og 14 fráköst. Clippers-liðið vann aðeins 2 af 14 leikjum sínum í febrúar en hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mars. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APNew Jersey Nets-Toronto Raptors 137-136 (þríframlengt) Washington Wizards-Minnesota Timberwolves 103-96 Houston Rockets-Indiana Pacers 112-95 Utah Jazz-Sacramento Kings 109-102 (framlengt) Portland Trail Blazers-Charlotte Bobcats 93-69 Los Angeles Clippers-Denver Nuggets 100-94
NBA Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira