Skortstöður gegn dollaranum slá met 7. mars 2011 13:46 Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Vogunarsjóðir og gjaldmiðlasalar hafa veðjað metupphæðum á að dollarinn muni veikjast á næstunni. Skortstöður gegn dollaranum á markaðinum í Chicago námu 39 milljörðum dollara í upphafi mánaðarins en fyrra met var sett árið 2007 þegar þessar stöður námu 36 milljörðum dollara. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að skortstöður gegn dollaranum hafi aukist um 11,5 milljarða dollara í síðustu viku febrúarmánaðar. Skortstöðusamningum á Chicago Mercantile Exchange (CME) markaðinum fjölgaði úr á þessu tíma úr rúmlega 200.000 og í rúmlega 281.000 samninga. CME þykir endurspegla vel hvað vogunarsjóðir og spákaupmenn eru að hugsa og gera á hverjum tíma. Helstu ástæður þess að spákaupmenn veðja nú gegn dollaranum er ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, að Bandaríkjastjórn hvorki gengur né rekur að ná tökum á fjárlagahalla landsins og hækkandi olíuverð. Þá telja margir að dollarinn sé ekki lengur sú örugga höfn sem hann var hér áður fyrr þegar eitthvað bjátaði á í efnahagsmálum heimsins. Á móti þessu hafa spákaupmenn aukið verulega langtímastöður sínar í evrunni. Þeir reikna með að evran muni styrkjast á næstunni og horfa þar til þess að allar líkur séu á að stýrivextir á evrusvæðinu verði hækkaðir bráðlega.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira