NBA í nótt: Fimmta tap Miami í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2011 09:00 Chris Bosh klórar sér í hausnum í nótt. Mynd/AP Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira
Það virðist ekkert ganga upp hjá Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta þessa dagana en liðið tapaði í nótt sínum fimmta leik í röð. Miami tapaði nú fyrir Portland, 105-96, á heimavelli þó svo að ofurstjörnurnar Dwyane Wade og LeBron James hafi skilað sínu. Wade skoraði 38 stig og James var með 31 stig, ellefu fráköst og átta stoðsendingar í nótt. En það dugði ekki til og aðrir leikmenn í liðinu náðu sér illa á strik. Til að mynda skoruðu varamenn Portland samtals 41 stig í nótt en bekkurinn hjá Miami skilaði aðeins átta stigum. Þriðja „stjarnan" í þríeykinu svokallaða hjá Miami, Chris Bosh, nýtti aðeins þrjú af ellefu skotum sínum í leiknum og skoraði ekki nema sjö stig. Miami er aðeins tólfta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem nær því að vinna bæði tólf leiki í röð og tapa fimm leikjum í röð á sama tímabilinu. LaMarcus Aldridge skoraði 26 stig fyrir Portland og Gerald Wallace 22. Brandon Roy og Andre Miller áttu einnig fínan leik og skiluðu báðir fjórtán stigum. Miami reyndi sitt besta til að ná undirtökunum í leiknum en varnarleikur Portland virtist snúast um að stöðva alla í liði Miami nema þá Wade og James. Það virkaði en á tæplega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoraði enginn í liði Miami stig nema Wade. Portland náði því að halda Miami í þokkalegri fjarlægð á lokamínútum og fagna góðum sigri. Það var alls áttundi sigur liðsins á útivelli í röð.LA Lakers vann Atlanta, 101-87. Kobe Bryant skoraði 26 stig í leiknum og komst þar með upp fyrir Moses Malone í sjötta sætið á lista stigahæstu leikmanna NBA-deildarinnar frá upphafi með 27.423 stig. Þetta var áttundi sigur Lakers í röð sem mætir næst liði Miami á fimmtudagskvöldið.Philadelphia vann Indiana, 110-100. Thaddeus Young skoraði átján stig og Andre Iguodala sextán fyrir Philadelphia.Milwaukee vann Washington, 95-76. Brandon Jennings skoraði 23 stig og Andrew Bogut var með fjórtán stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee.Golden State vann Cleveland, 95-85. Monta Ellis skoraði 24 stig en hann setti alls niður sex þrista í leiknum í nótt sem er persónulegt met. Stephen Curry bætti við 23 stigum.Phoenix vann Houston, 113-110. Hakim Warrick bætti persónulegt met með því að skora 32 stig í leiknum fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Í beinni: KA - KR | Krísa hjá gestunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Formúla 1 Fleiri fréttir Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Sjá meira