Um hvað snýst Icesave-samningurinn? 21. febrúar 2011 19:01 Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það. Að mati Seðlabankans og fleiri aðila eru hinir nýju Icesave samningar töluvert hagstæðari en fyrri samningarnir. Þjóðin fær nú hins vegar að hafa lokaorðið. En um hvað fjalla þessir samningar sem Íslendingar fá nú að greiða atkvæði um? Seðlabanki Íslands telur að núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samningana séu um 69 milljarðar króna, en það nemur 4,3 % af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Samningarnir fela í sér að Bretar og Hollendingar gangast einnig við ábyrgð. Vextir af bresku kröfunni verða 3,3 prósent en vextir Hollendinga 3%. Þá munu vextir af afborgunum ráðast af svokölluðum CIRR-vöxtum evrunnar og pundsins á þeim tíma. Ef samningarnir verða samþykktir munu Íslendingar byrja að greiða af vöxtunum í ár. Afborganir af kröfunum sjálfum hefjast svo í júlí 2016. Endurgreiðslutíminn mun ráðast af stærð og stöðu skuldarinnar þegar afborganir hefjast en sú staða mun ráðast af þeim peningum sem fást upp í skuldina úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046. Engu að síður kveða samningarnir á um þak á árlegum afborgunum íslenska ríkisins. Afborganir verða þannig aldrei meiri en því sem nemur fimm prósentum af tekjum íslenska ríkissjóðsins árið áður. Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Íslenska þjóðin greiðir atkvæði um Icesave samkomulagið á næstunni en bæði stuðningsmenn og andstæðingar samningana hvetja þjóðina til að fjölmenna á kjörstað. En þekkja allir kjósendur efni samningana? Jónas Margeir Ingólfsson fer yfir það. Að mati Seðlabankans og fleiri aðila eru hinir nýju Icesave samningar töluvert hagstæðari en fyrri samningarnir. Þjóðin fær nú hins vegar að hafa lokaorðið. En um hvað fjalla þessir samningar sem Íslendingar fá nú að greiða atkvæði um? Seðlabanki Íslands telur að núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samningana séu um 69 milljarðar króna, en það nemur 4,3 % af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Samningarnir fela í sér að Bretar og Hollendingar gangast einnig við ábyrgð. Vextir af bresku kröfunni verða 3,3 prósent en vextir Hollendinga 3%. Þá munu vextir af afborgunum ráðast af svokölluðum CIRR-vöxtum evrunnar og pundsins á þeim tíma. Ef samningarnir verða samþykktir munu Íslendingar byrja að greiða af vöxtunum í ár. Afborganir af kröfunum sjálfum hefjast svo í júlí 2016. Endurgreiðslutíminn mun ráðast af stærð og stöðu skuldarinnar þegar afborganir hefjast en sú staða mun ráðast af þeim peningum sem fást upp í skuldina úr þrotabúi Landsbankans. Greiðslufrestur verður aldrei lengri en til 1. janúar 2046. Engu að síður kveða samningarnir á um þak á árlegum afborgunum íslenska ríkisins. Afborganir verða þannig aldrei meiri en því sem nemur fimm prósentum af tekjum íslenska ríkissjóðsins árið áður.
Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira