Buchheit um nýju samningana - myndband Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. febrúar 2011 15:41 Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira
Lee Buchheit sem var formaður nýju Icesave-samninganefndarinnar hélt fyrirlestur í Öskju, Háskóla Íslands, hinn 10. desember síðastliðinn, daginn eftir að samningarnir voru kynntir í Iðnó. Í fyrirlestrinum í Öskju fór hann ítarlega yfir nýju Icesave-samningana og kosti þeirra og galla. Sjá má samantekt um málið og fyrirlestur Buchheits í myndskeiði með fréttinni, en fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar tók fyrirlesturinn upp í heild sinni. Buchheit sagði að allt benti til þess að eignir þrotabús Landsbankans myndu duga fyrir stærstum hluta samningsupphæðarinnar, ef ekki allri upphæðinni. Hins vegar væri ennþá ákveðin áhætta tengd gengi krónunnar. Ef gengi krónunnar myndi veikjast myndi mismunurinn á eignum búsins og kröfunum hugsanlega verða meiri. Talsverðar líkur væru á að eignirnar myndu duga fyrir allri upphæðinni og aðeins ef það yrði einhvers konar stórslys (e. catastrophic situation)vmyndi há fjárhæð lenda á íslenskum skattgreiðendum. Buchheit sagði að gengið væri út frá því að eignirnar myndu duga. Hins vegar hafi þurft að hafa ákvæði í samningnum sem tækju á því ef eignirnar dygðu ekki. Buchheit sagði varðandi vextina, sem eru 3,3 prósent á nýju samningunum, að samninganefndin hefði stillt málinu þannig upp að samningsaðilarnir allir, Ísland, Bretland og Holland bæru ábyrgð sameiginlega á málinu. Ekki væri hægt að ganga út frá því að um hefðbundna lánasamninga væri að ræða. Buccheit sagði að vextirnir á nýju samningunum væru eingöngu miðaðir út frá kostnaði ríkjanna við fjármögnun, engu öðru. Síðar á upptökunni má síðan heyra spurningar úr sal, en Buchheit svaraði spurningum um ýmis álitaefni frá fræðimönnum og öðrum gestum á fyrirlestrinum. Tekið skal fram að síðari hluti myndbandsins er á köflum hrár og óklipptur. thorbjorn@stod2.is
Icesave Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Sjá meira