Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur hafið rannsókn á alþjóðlegu gullmiðluninni Postal Gold.
Félagið hefur staðið fyrir mikilli markaðsherferð í Danmörku undanfarna mánuði en í ljós hefur komið að Postal Gold uppfyllir ekki lagaskilyrði fyrir gullviðskipti í landinu.
Rannsókn lögreglunnar beinist einkum að því hvort viðskipti með stolið gull hafi átt sér stað hjá Postal Gold.
Þá hefur komið í ljós að Postal Gold er ekki með starfstöð í Danmörku heldur aðeins umboðsmann. Höfuðstöðvar Postal Gold eru skráðar í hinu þekkta skattaskjóli eyjunni Mön.
Lögreglan rannsakar gullmiðlun í Kaupmannahöfn
