Ótrúlegir yfirburðir hjá Fowler gegn Mickelson Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. febrúar 2011 11:22 Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann "rúllaði“ upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. AP Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum: Golf Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
Rickie Fowler sýndi ótrúleg tilþrif á öðrum keppnisdegi á heimsmótinu í holukeppni í golfi í gær þar sem hann „rúllaði" upp Phil Mickelson í 2. umferð í 32-manna úrslitum. Hinn 22 ára gamli Fowler sýndi enga miskun og vann hinn þaulreynda Mickelson 6 / 5 – sem er stærsti ósigur Mickelson í holukeppni frá upphafi. Ungir kylfingar stálu senunni í gær á þessu sterka móti en Fowler var á 8 höggum undir pari þegar leiknum lauk á 13. holu. Hinn 17 ára gamli Matteo Manassero frá Ítalíu sigraði Charl Schwartzel frá Suður-Afríku og hinn 23 ára gamli Jason Day vann Paul Casey 4 /2. Manassero er eitt mesta efni sem komið hefur fram á síðari árum. Hann er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi og einnig sá yngsti sem hefur sigrað á opna breska áhugamannamótinu. Mótshaldara eru eflaust ekki sáttir við þá staðreynd að stærstu nöfn mótsins eru úr leik. Tiger Woods féll úr keppni í fyrstu umferð, Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, er úr leik eftir að hafa tapað gegn Nick Watney frá Bandaríkjunum. Steve Stricker og Jim Furyk eru einnig úr leik en þeir féllu báðir úr keppni í fyrstu umferð. Þjóðverjinn Martin Kaymer vann Justin Rose frá Englandi en Kaymer er í öðru sæti heimslistans og er líklegur til afreka. Hann þurfti að hafa verulega fyrir sigrinum gegn Rose og úrslitin réðust ekki fyrr en á 20. holu. Af þeim 16 kylfingum sem eru eftir í keppninni er helmingur þeirra 30 ára eða yngri. Norður-Írinn Rory McIlroy átti ekki góðan dag gegn Ben Crane frá Bandaríkjunum. Hinn 21 árs gamli McIlroy, sem er í 7. sæti heimslistans, sá aldrei til sólar gegn Crane og tapaði með gríðarlegum mun, 8/7. Leiknum var því lokið á 11. braut. Graeme McDowell frá Norður –Írlandi komst áfram með því að vinna Ross Fisher frá Englandi 4/2. Með sigrinum er öruggt að McDowell hefur sætaskipti við Tiger Woods á heimslistanum og fer Woods niður í fjórða sæti. Miguel Angel Jimenez frá Spáni er langelsti kylfingurinn sem er enn í baráttunni, en hann er 47 ára gamall. Hann hefur eflaust fengið sér vindling og rauðvín í gærkvöldi en Jimenez kann að njóta lífsins og er yfirleitt ekki að stressa sig mikið á hlutunum. Hann mætir Ben Crane í næstu umferð. Þeir sem mætast í þriðju umferð eru: Bobby Jones deildin: Nick Watney – Ryan Moore Matteo Manessero – Luke Donald Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Ben Hogan deildin: Rickie Fowler – Matt Kuchar Greame McDowell – YE Yang Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Bobby Jones deildinni og Ben Hogan deildinni mætast í undanúrslitum: Gary Player deildin: Martin Kaymer – Hunter Mahan Ben Crane – Miguel Angel Jimenez Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum.Sam Snead deildin: Geoff Ogilvy – Bubba Watson Jason Day – JB Holmes Sigurvegarnir úr þessum tveimur leikjum mætast í átta manna úrslitum. Sigurvegararnir úr Gary Player deildinni og Sam Snead deildinni mætast í undanúrslitum:
Golf Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira