Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að olíuverð fer snarhækkandi í Asíu. Þannig kostar tunnan af olíu núna 100 dollara í Asíu.
Nýleg átök í Oman eru einnig áhrifavaldur.
Átökin í Líbíu hafa leitt til þess að um 30 þúsund Kínverjar, sem störfuðu í olíuiðnaðinum þar í landi hafa verið fluttur úr landinu.
Líbía framleiddi 1,6 milljónir tunna á dag þegar best lét. Nú hefur framleiðslan hinsvegar minnkað niður í 750 þúsund tunnur á dag.
Olíuverð snarhækkar í Asíu
