AC Milan vann í kvöld góðan og mikilvægan sigur á Napoli í toppslag ítölsku úrvlasdeildarinnar, 3-0.
Milan er sem fyrr á toppi deildarinnar en er nú með fimm stiga forystu á núverandi meistara og grannana í Inter. Napoli er svo í þriðja sæti, sex stigum á eftir Milan.
Staðan var markalaus í hálfleik en Zlatan Ibrahimovic kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu á 48. mínútu. Kevin-Prince Boateng og Alexandre Pato skoruðu hin mörk Milan í leiknum.
Þetta var þriðji sigur Milan í röð en liðið er enn ósigrað á árinu.

