Viðskipti erlent

Álverðið yfir 2.500 dollurum frá mánaðarmótum

Heimsmarkaðsverð á áli hefur haldist yfir 2.500 dollurum á tonnið frá síðustu mánaðarmótum. Raunar fór það hæst í tæpa 2.560 dollara í síðustu viku. Í dag stendur verðið í 2.505 dollurum miðað við þriggja mánaða framvirka samninga.

Hátt verð á áli er í samræmi við há verð á annari hrávöru og málum. Þannig hefur verð á olíu haldist hátt undanfarnar vikur sem og verð á kopar. Raunar hefur koparverðið slegið hvert metið á fætur öðru að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×