Keypis í strætó Pawel Bartoszek skrifar 18. febrúar 2011 09:36 Nú um mánaðamótin tekur gildi mikill og harkalegur niðurskurður á þjónustu Strætó bs. Strætisvagnar munu hætta að ganga um klukkan 23 á kvöldin, klukkutíma fyrr en áður, strætó mun byrja að ganga tveimur klukkutímum síðar á laugardögum, nokkrar leiðir eru felldar niður og akstur á öðrum skerðist stórlega. Þetta er allt einstaklega svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að farþegum Strætó hefur verið að fjölga töluvert á undanförnum misserum. Svona er heimurinn tragíkómískur: Þegar vel áraði var sagt að enginn vildi nota strætó og því var skorið niður. Þegar verr viðrar og fólk vill nota strætó er ekki til peningur til að láta vagnana ganga. Mögru árin komu, en við áttum við sem sagt ekki efni á að spara.Svikin loforð Það er miður að menn komist varla lengur heim með strætó eftir að hafa farið út að borða eða í leikhús. Þeir sem nú sitja við völd í Reykjavík gáfu að sjálfsögðu allt önnur fyrirheit um almenningssamgöngur í borginni en þau að ráðast með sveðjum á þjónustutíma og þjónustustig þeirra. Samfylkingin lagði fyrir kosningar fram tillögur um ferðir á 10 mínútna fresti. Í níu mánaða gamalli samstarfsyfirlýsingu Samfylkingarinnar og Besta flokksins segir: "Auka skal ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós. Tryggt verði að strætó gangi alla daga ársins." Nú er ferðatíðnin lækkuð og strætó mun ekki ganga á páskadag frekar en seinustu ár. Svona fór um loforð þau.Fríar ferðir fyrir greyin Það virðist vera mjög erfitt að uppræta þá hugmynd meðal stjórnmálamanna að strætó sé, eða eigi, fyrst og fremst að vera þjónusta við aumingja. Þess vegna vilja menn alltaf "stilla fargjaldahækkunum í hóf" og ef menn eru í einstaklega aumingjavænu skapi þá lofa menn frítt í strætó fyrir hinn og þennan og helst fyrir alla. Þannig á ekki að hugsa þetta. Í engri borg með góðum almenningssamgöngum eru þær ókeypis og í engri borg með ókeypis almenningssamgöngum eru þær góðar. Þetta eiga menn að vita. Í nýlegri ályktun Samtaka um bíllausan lífsstíl er þannig þjónustuskerðingunni mótmælt harðlega, en fargjaldahækkunum er sýndur skilningur. Strætófarþegar vilja almennt ekki fá frítt í strætó, þeir vilja hins vegar fá góða þjónustu. Reikningsdæmið er einfalt. Fargjöld nema 20% af tekjum strætó. Ef gefa á frítt í strætó þarf annaðhvort að skerða þjónustuna um 20% eða finna viðbótarframlag. En ef finna á viðbótarframlag væri best að nýta það í að efla kerfið, frekar en í að gefa þjónustu sem menn hafa ákveðið að borga fyrir hingað til.Þrefalt ódýrara en í Kaupmannahöfn Það er ódýrt í strætó. Sá sem fer staka ferð frá Hafnarfirði til miðborgar Reykjavíkur borgar 350 kr. Sambærileg ferð frá Lyngby til miðbæjar Kaupmannahafnar kostar um 1.000 kr. Hafnfirðingurinn sem kaupir kort borgar um 50 þúsund á ári. Lyngby-búinn borgar um 150.000 fyrir sama tímabil. Samanburður við aðrar borgir sýnir svipaðar tölur. En það er ekki bara það að fargjöldin eru ódýr samanborið við önnur lönd. Það sem meira máli skiptir er að þau eru hlægilega lág samanborið við kostnað af rekstri bíls hér á landi. Þannig að jafnvel þótt svo að grænu, rauðu og bláu kortin tvöfölduðust í verði yrði áfram tífalt ódýrara að ferðast með strætó en bíl. Því er mjög ólíklegt að farþegum myndi fækka við slíka hækkun. Farþegar hætta að nota strætó því aðrir kostir fara að henta þeim betur, ekki vegna þess að aðrir kostir eru orðnir ódýrari. Strætó er langódýrastur. Enga ölmusu Stök fargjöld í Reykjavík hafa nú hækkað um 25% á tímabili þar sem almennt verðlag hefur hækkað um 80%. Miðaverð hefur því lækkað umtalsvert að raunvirði, svo ekki er furða að skera þurfi niður verulega, í annað skipti á örfáum árum. Strætó er þjónusta, ekki aumingjahjálp sem þarf að skammta. Það myndi aldrei líðast að skammta rafmagn eða loka götum á nóttunni. Menn hækka einfaldlega rafmagnsreikninginn og bensínskattana þangað til dæmið gengur upp. Strætófarþegar eiga rétt á sama hugsunarhætti. Hækkum fargjöldin meira. Og látum þennan vonda niðurskurð ganga til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Nú um mánaðamótin tekur gildi mikill og harkalegur niðurskurður á þjónustu Strætó bs. Strætisvagnar munu hætta að ganga um klukkan 23 á kvöldin, klukkutíma fyrr en áður, strætó mun byrja að ganga tveimur klukkutímum síðar á laugardögum, nokkrar leiðir eru felldar niður og akstur á öðrum skerðist stórlega. Þetta er allt einstaklega svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess að farþegum Strætó hefur verið að fjölga töluvert á undanförnum misserum. Svona er heimurinn tragíkómískur: Þegar vel áraði var sagt að enginn vildi nota strætó og því var skorið niður. Þegar verr viðrar og fólk vill nota strætó er ekki til peningur til að láta vagnana ganga. Mögru árin komu, en við áttum við sem sagt ekki efni á að spara.Svikin loforð Það er miður að menn komist varla lengur heim með strætó eftir að hafa farið út að borða eða í leikhús. Þeir sem nú sitja við völd í Reykjavík gáfu að sjálfsögðu allt önnur fyrirheit um almenningssamgöngur í borginni en þau að ráðast með sveðjum á þjónustutíma og þjónustustig þeirra. Samfylkingin lagði fyrir kosningar fram tillögur um ferðir á 10 mínútna fresti. Í níu mánaða gamalli samstarfsyfirlýsingu Samfylkingarinnar og Besta flokksins segir: "Auka skal ferðatíðni og bæta leiðakerfi strætós. Tryggt verði að strætó gangi alla daga ársins." Nú er ferðatíðnin lækkuð og strætó mun ekki ganga á páskadag frekar en seinustu ár. Svona fór um loforð þau.Fríar ferðir fyrir greyin Það virðist vera mjög erfitt að uppræta þá hugmynd meðal stjórnmálamanna að strætó sé, eða eigi, fyrst og fremst að vera þjónusta við aumingja. Þess vegna vilja menn alltaf "stilla fargjaldahækkunum í hóf" og ef menn eru í einstaklega aumingjavænu skapi þá lofa menn frítt í strætó fyrir hinn og þennan og helst fyrir alla. Þannig á ekki að hugsa þetta. Í engri borg með góðum almenningssamgöngum eru þær ókeypis og í engri borg með ókeypis almenningssamgöngum eru þær góðar. Þetta eiga menn að vita. Í nýlegri ályktun Samtaka um bíllausan lífsstíl er þannig þjónustuskerðingunni mótmælt harðlega, en fargjaldahækkunum er sýndur skilningur. Strætófarþegar vilja almennt ekki fá frítt í strætó, þeir vilja hins vegar fá góða þjónustu. Reikningsdæmið er einfalt. Fargjöld nema 20% af tekjum strætó. Ef gefa á frítt í strætó þarf annaðhvort að skerða þjónustuna um 20% eða finna viðbótarframlag. En ef finna á viðbótarframlag væri best að nýta það í að efla kerfið, frekar en í að gefa þjónustu sem menn hafa ákveðið að borga fyrir hingað til.Þrefalt ódýrara en í Kaupmannahöfn Það er ódýrt í strætó. Sá sem fer staka ferð frá Hafnarfirði til miðborgar Reykjavíkur borgar 350 kr. Sambærileg ferð frá Lyngby til miðbæjar Kaupmannahafnar kostar um 1.000 kr. Hafnfirðingurinn sem kaupir kort borgar um 50 þúsund á ári. Lyngby-búinn borgar um 150.000 fyrir sama tímabil. Samanburður við aðrar borgir sýnir svipaðar tölur. En það er ekki bara það að fargjöldin eru ódýr samanborið við önnur lönd. Það sem meira máli skiptir er að þau eru hlægilega lág samanborið við kostnað af rekstri bíls hér á landi. Þannig að jafnvel þótt svo að grænu, rauðu og bláu kortin tvöfölduðust í verði yrði áfram tífalt ódýrara að ferðast með strætó en bíl. Því er mjög ólíklegt að farþegum myndi fækka við slíka hækkun. Farþegar hætta að nota strætó því aðrir kostir fara að henta þeim betur, ekki vegna þess að aðrir kostir eru orðnir ódýrari. Strætó er langódýrastur. Enga ölmusu Stök fargjöld í Reykjavík hafa nú hækkað um 25% á tímabili þar sem almennt verðlag hefur hækkað um 80%. Miðaverð hefur því lækkað umtalsvert að raunvirði, svo ekki er furða að skera þurfi niður verulega, í annað skipti á örfáum árum. Strætó er þjónusta, ekki aumingjahjálp sem þarf að skammta. Það myndi aldrei líðast að skammta rafmagn eða loka götum á nóttunni. Menn hækka einfaldlega rafmagnsreikninginn og bensínskattana þangað til dæmið gengur upp. Strætófarþegar eiga rétt á sama hugsunarhætti. Hækkum fargjöldin meira. Og látum þennan vonda niðurskurð ganga til baka.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun