Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi 18. febrúar 2011 15:39 MYND/AFP Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað. „Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur. Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði. Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað. „Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur. Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði.
Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56
Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28
Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00