Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH 19. febrúar 2011 09:11 Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er var FIH bankinn í íslenskri eigu þar til fyrir skömmu. Endanlega var gengið frá sölunni í síðasta mánuði. Skilanefnd Kaupþings og Seðlabankinn fengu 250 milljónir evra við undirskriftin á sölusamningnum. Sú upphæð er helmingur þeirra 500 milljóna evra sem Seðlabankinn lánaði Kaupþingi korteri fyrir hrunið haustið 2008. Ekki er gott að sjá hvort salan á FIH muni standa undir öllu láni Seðlabankans þar sem stór hluti af því sem eftir stendur er bundinn við árangur FIH fram til ársins 2014. Hinsvegar hefur bónusákvæði í sölusamningum þegar gefið af sér um 20 milljarða kr. Þar er átt við hlut FIH í áhættusjóðnum Axcel III en markaðsskráning sjóðsins á skartgripafyrirtækinu Pandóru gaf þá upphæð af sér. Á þessu ári munu 13,8 milljarðar danskra kr. eða um 280 milljarðar kr. af þessum ábyrgðum renna út. Þessa upphæð þarf FIH að fá endurlánað á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hinsvegar gerir lánshæfiseinkunnin það að verum að þau endurlán verða líklega með mun hærri vöxtum en lánin sem ríkisábyrgðin var að baki. FIH bankinn segir sjálfur að hann ætli að mæta þessum vanda með því að selja óskráð hlutabréf í sinni eigu og jafnframt að losa sig við stóran hluta af fasteignalánum sínum. Það eru einkum lán til fasteignafélaga sem hafa vegið þungt í afskrifarþörfum bankans undanfarin tvö ár. Þá má ekki gleyma því að núverandi eigendur FIH eru með mjög djúpa vasa. Tveir af stærstu lífeyrissjóðum Danmerkur, ATP og PFA eiga saman 70% hlut, þar af á ATP 50%. Nýleg löggjöf hefur svo auðveldað þessum sjóðum að leggja bankanum til aukið fé. Henrik Sjögreen bankastjóri FIH er nokkuð brattur í samtali við Berlingske Tidende. Hann segir að bankinn hafi stjórn á vandanum og reikni með að lánshæfiseinkunn bankans muni batna á næstu fjórum til fimm ársfjórðungum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira