Eiginkonan handtekin Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. október 2010 03:15 Innan veggja þessa fangelsis dvelst friðarverðlaunahafi Nóbels, Liu Xiaobo, og hefur afplánað tæp tvö ár af ellefu ára fangelsisdómi. fréttablaðið/AP Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna. Nóbelsverðlaun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira
Kína Liu Xia, eiginkona Liu Xiaobo, var augljóslega höfð í haldi í íbúð sinni í Peking í gær, eftir að hún hafði hitt eiginmann sinn í fangelsi. Hún fær hvorki að hitta fjölmiðlafólk né vini sína. Fréttir bárust af því að tugir menntamanna hefðu einnig verið settir í stofufangelsi eða orðið fyrir öðru áreiti af hálfu stjórnvalda um helgina, eftir að ljóst varð að Liu Xiaobo fengi Nóbelsverðlaunin. Liu Xia segir að eiginmaður sinn hafi þegar verið búinn að fá fréttir af ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar þegar hún kom til hans í fangelsið. „Bræður, ég er komin til baka,“ skrifaði Liu Xia á Twitter-síðu sína í gær. „Hitti Xiaobo. Hann fékk fréttina af verðlaununum í fangelsinu aðfaranótt hins niunda.“ Wang Jinbo, nánur vinur þeirra og félagi þeirra í andspyrnunni, staðfesti frásögn hennar á Twitter. Hann fullyrðir að Liu Xiaobo hafi sagt eiginkonu sinni, með tárin í augunum, að hann tileinkaði Nóbelsverðlaun sín þeim sem létu lífið þegar kínversk stjórnvöld siguðu hernum á Torg hins himneska friðar hinn 4. júní 1989, þar sem fjölmennur hópur ungs fólks krafðist lýðræðisumbóta. Liu Xia reyndi strax á föstudag, eftir að norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni, að fá að heimsækja eiginmann sinn í Jinzhou-fangelsinu í Liaoning-héraði, sem er í fimm hundruð kílómetra fjarlægð norður af höfuðborginni Peking, þar sem hún býr. Hún fékk þó ekki að hitta hann fyrr en í gær. Kínversk stjórnvöld brugðust ókvæða við þegar norska Nóbelsnefndin skýrði frá ákvörðun sinni. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína sagði ákvörðunina Nóbelsnefndinni til skammar og hótaði því að samskiptin við Noreg myndu versna.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Sjá meira