Launafólk ber byrðarnar 20. ágúst 2010 06:00 Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí. Þó atvinnuleysi sé allt of mikið og taka þurfi á því af meiri festu en hingað til hefur verið gert, er það þó minna en spár gerðu ráð fyrir. Verðbólga hefur hjaðnað og fjárfestingar í atvinnurekstri eru meiri en reiknað hafði verið með. Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. Hverju má þakka þennan árangur? Vissulega er hægt að tína margt til, en ég held að allir geti verið sammála um að fyrst og síðast sé það launafólk í landinu sem hefur borið byrðarnar. Ofan á öll persónuleg áföll hefur kaupmáttur þess rýrnað. Samið var um hækkun lágmarkstaxta í tengslum við stöðugleikasáttmálann, gegn efndum ríkisstjórnarinnar á mikilvægum sviðum, sem ekki hafa allar gengið eftir. Forsendur Seðlabankans, sem birtast í Peningamálum, vekja hins vegar athygli. Þar segir, á síðu 12: „Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamninga um að leiðrétta kaupmátt launa." Seðlabankinn er að sönnu ekki ríkisstjórnin, en gjalda verður varhug við því að gengið sé að því sem vísu að launafólk taki á sig endalausar byrðar. Tvö aðildarfélög BSRB hafa ekki enn náð kjarasamningum og samningar annarra eru lausir í lok nóvember. Þá bíður okkar allra að semja á ný, með hagsmuni félaga okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Vissulega er okkur þröngur stakkur skorinn, en það hlýtur að koma að því að fólkið í landinu fái að njóta betra ástands í efnahagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Skoðanir Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína um eina prósentu á miðvikudag, meira en margir höfðu búist við. Þessi lækkun er því fyrst og fremst að þakka að horfur í efnahagslífinu eru betri en spáð hafði verið, til dæmis af Seðlabankanum sjálfum í maí. Þó atvinnuleysi sé allt of mikið og taka þurfi á því af meiri festu en hingað til hefur verið gert, er það þó minna en spár gerðu ráð fyrir. Verðbólga hefur hjaðnað og fjárfestingar í atvinnurekstri eru meiri en reiknað hafði verið með. Það eru með öðrum orðum ýmis teikn á lofti um að botninum sé náð. Hverju má þakka þennan árangur? Vissulega er hægt að tína margt til, en ég held að allir geti verið sammála um að fyrst og síðast sé það launafólk í landinu sem hefur borið byrðarnar. Ofan á öll persónuleg áföll hefur kaupmáttur þess rýrnað. Samið var um hækkun lágmarkstaxta í tengslum við stöðugleikasáttmálann, gegn efndum ríkisstjórnarinnar á mikilvægum sviðum, sem ekki hafa allar gengið eftir. Forsendur Seðlabankans, sem birtast í Peningamálum, vekja hins vegar athygli. Þar segir, á síðu 12: „Ekki hafa komið fram nýjar vísbendingar sem benda til aukins launaþrýstings og ekki er gert ráð fyrir að mikill þrýstingur verði við gerð næstu kjarasamninga um að leiðrétta kaupmátt launa." Seðlabankinn er að sönnu ekki ríkisstjórnin, en gjalda verður varhug við því að gengið sé að því sem vísu að launafólk taki á sig endalausar byrðar. Tvö aðildarfélög BSRB hafa ekki enn náð kjarasamningum og samningar annarra eru lausir í lok nóvember. Þá bíður okkar allra að semja á ný, með hagsmuni félaga okkar og samfélagsins alls að leiðarljósi. Vissulega er okkur þröngur stakkur skorinn, en það hlýtur að koma að því að fólkið í landinu fái að njóta betra ástands í efnahagsmálum.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar