Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að Victoria sé mjög spennt fyrir þessu nýja starfi sínu þótt hún viðurkenni að hafa lítið vit á bílahönnun. „Ég veit ekki hvar ég á að byrja en þetta er stórkostslegur möguleiki fyrir mig og ég sé þetta sem áskorðun," segir frú Beckham.
Range Rover hélt upp á fertugafmæli sitt í síðustu viku með pomp og prakt og þar var hinni nýi hönnuður kynntur til sögunnar ásamt Evoque útgáfunni sem er sú þriðja í sögu Range Rover. Sú útgáfa á að vera hin umhverfisvænasta frá bílaverksmiðjunum til þessa.
Talið er að vinna við hina nýju útgáfu af Range Rover muni skapa um 1.000 ný störf í verksmiðjunum í Halewood í Bretlandi