Valgerður segir Guantanamó-áformin andvana fædd Þorbjörn Þórðarson. skrifar 6. desember 2010 12:00 Valgerður Sverrisdóttir Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún. WikiLeaks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Áform Bandaríkjamanna um að vista hér fanga úr Guntanamo-fangelsinu voru andvana fædd segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra. Hún segist muna eftir þessu eins og þetta hafi gerst í gær því sér hafi þótt þetta svo sérkennilegt. Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ræddi þetta við Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi utanríkisráðherra. Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar er Valgerður sögð hafa fagnað því, að fangabúðunum á Kúbu yrði lokað þegar fram liðu stundir. Hins vegar hafi íslensk stjórnvöld þurft að hugsa málið áður en svar yrði gefið. Bandaríkjamönnum var síðan gefið afsvar hinn 29. mars 2007 þar sem Íslendingar segjast hvorki hafa sérfræðikunnáttu né aðstöðu til að taka við föngum frá Guantanamó. „Það er rétt að sendiherrann kom til mín og fór þess á leit við okkur Íslendinga að við yrðum við þessari beiðni, en mér fannst þetta í raun og mjög fjarstætt í upphafi en ég vildi að málið yrði skoðað í ráðuneytinu og þetta færi í ferli þar eins og öll erindi sem berast ráðuneytum. Síðan var þessu svarað með rökum, að sjálfsögðu neitandi," segir Valgerður.„Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær" Hún segir aðspurð að ekki hafi komið fram í beiðni sendiherrans um hversu marga fanga væri að ræða. „Ég man þetta eins og þetta hafi gerst í gær því mér fannst þetta eitthvað svo sérkennilegt að standa frammi fyrir þessari beiðni Bandaríkjamanna," segir Valgerður. Málið var ekki rætt í ríkisstjórn Íslands. „Nei, þetta var alfarið mál utanríkisráðuneytisins því við töldum þetta ekki gerlegt. Ef þetta hefði verið eitthvað sem hefði verið skoðað í alvöru þá hefði ég að sjálfsögðu rætt það við forsætisráðherra, en þetta fór aldrei á það stig að þetta kæmi í raun til greina." Valgerður segir að auk þess hafi verið hæpinn lagalegur grundvöllur verið fyrir þessu. „Allra hluta vegna hugnaðist okkur þetta ekki," segir hún.
WikiLeaks Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira