Merk tímamót Einar Benediktsson skrifar 22. júní 2010 06:30 Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samþykkt leiðtogafundar Evrópusambandsins 17.júní um að hefja aðilarviðræður við Ísland markar tímamót. Við eigum að baki langa vegferð í þátttöku í því samstarfi Evrópuþjóða sem hófst með gerð Rómarsamningsins árið 1957. Nú skal lagt í síðasta áfangann, aðild að ESB. Norðurlöndin leggja þungt lóð á vogarskálar við öll gildi evrópsks nútímasamfélags. Öll eigum við hlutdeild, ekki hvað síst Íslendingar, í menningarlegri sameign þeirra þjóða sem eru í Evrópusambandinu og þau vilja efla og varðveita saman. En háleitum markmiðum og sögulegri arfleifð má minnast á hátíðastundum efnahagslegs alþjóðasamstarfs þegar góðum árangri hefur verið skilað um hagsæld, efnahagslegan stöðugleika og næga atvinnu. Hvort þetta eigi við við um Evrópusambandið yfirleitt eða með Ísland þar innanborðs, er sitthvað sagt þegar aðildarmálin ber á góma. Í þeim efnum er rétt að hafa hugfast að á hálfri öld vaxandi efnahagslegs samruna hafa framfarir viðkomandi landa verið meiri og stöðugri en áður. Þetta á ekki hvað síst við um minni ríki sem hafa langa reynslu af aðild, eins og er um Lúxembúrg. Það sama var sagt um Grikkland, Spán og aðra þar til óstjórn þeirra í fjármálum sló í bakseglin. En evran reyndist mikill bakhjarl. Ekki varð bankahrun eða kreppa í Finnlandi sem gerðist aðili að Myntbandalaginu og tók upp evruna þegar Íslendingar hefðu betur gert slíkt hið sama. Þá kemur að öðru atriði varðandi aðildina: með gerð EES-samningsins urðum við að verulegu leyti aðili að ESB. Eftir standa einkum sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og það meginatriði að hýrast ekki lengur utangarðs í ákvörðunartökum Sjávarútvegsmál munu ráða úrslitum í samningum okkar. Eigum við Íslendingar þá ekki að spyrja að leikslokum og taka síðan ákvörðun um aðild? Ekki er vert að hlusta á þann hræðsluáróður að við séum ekki færir um að semja um hagsmunamál okkar. Varla hefur það gleymst að við náðum þeim einstaka árangri að tryggja okkur full yfirráð yfir íslenska landgrunninu. Utanríkisráðherra og starfslið hans skiluðu góðum árangri í átaki um að fá Ísland samþykkt sem ESB umsækjanda. Þá hefur stjórnsýslan, ekki hvað síst utanríkisráðuneytið, unnið mikið verk við að undirbúa samninga í vinnuhópum aðalsamninganefndarinnar. Og Sjálfstæðir Evrópumenn hafa rök að mæla, að nú reynir á Sjálfstæðisflokkinn að taka á ný fullan þátt í hefðbundinni stefnu flokksins í utanríkismálum og styðja samninganefnd Íslands til að ná sem allra bestum árangri.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar