Hæg heimatökin Svavar Gestsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
1. Álfheiður Ingadótir hafði frumkvæði að því á dögunum að Alþingi fjallaði um eftirlitsstarfsemi bandaríska sendiráðsins. Tilefnið var að bandaríska sendiráðið í Ósló hafði ráðið eftirlaunalöggur til þess að fylgjast með mannaferðum í höfuðstað Noregs og það komst upp. Hafði þessi starfsemi viðgengist án þess að norska utanríkisráðuneytið hefði hugmynd um málið. Dómsmálaráðherra hét því að láta kanna þetta mál sérstaklega á Íslandi og kvaðst hann hafa falið ríkislögreglustjóra að fjalla um málið. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Ekki er nóg að skoða þetta mál í augnablikinu. Það þarf að upplýsa um sögu þessarar starfsemi í bandaríska sendiráðinu og það með hvort bandaríska sendiráðið hefur stundað þessa starfsemi með vitund og vilja einhvers annars íslensks aðila en utanríkisráðuneytisins. 2. Fyrir nokkrum árum upplýsti Kjartan Ólafsson fyrrverandi alþingismaður um hleranir á símum fjölda íslenskra vinstri manna. Hvar eru hlerunarskýrslurnar? Voru þær allar brenndar í tunnu fyrir ofan Geitháls? Fengu aðrir en lögreglan aðgang að þessum skýrslum? Hverjir? 3. Vorið 1963 birti Þjóðviljinn yfirlit yfir skráningu á stjórnmálaskoðunum vinstri manna á Íslandi sem blaðið fullyrti að hefðu verið unnar fyrir Sjálfstæðisflokkinn og jafnvel bandaríska sendiráðið. Þessar fréttir þarf að kanna betur. 4. Fyrir nokkrum árum bar svo við að rætt var í blöðum og víðar um fyrirbæri sem kallað var „íslenska öryggisþjónustan". Ekki kom þá fram hvað það var né hvar það starfaði. Þeir sem skrifuðu virtust þó sumir þekkja vel til þessa fyrirbæris. Þeir sem þá blogguðu og spurðu voru Ögmundur Jónasson, nú verðandi innanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, nú utanríkisráðherra. Það færi vel á því að upplýst yrði af þessu tilefni hvar íslenska öryggisþjónustan er niður komin um þessar mundir, hvort hún hefur verið lögð niður og hvar hún hafi starfaði og á ábyrgð hverra. Eða var hún uppspuni? Það ættu að vera hæg heimatökin. Allt það sem hér hefur verið nefnt þarf að skoða; það er hluti af kaldastríðssögunni, hersetusafninu, sem senn verður stofnað. Upplýsingarnar eru nær eingöngu um liðna tíð. Þess vegna ætti að vera unnt að opna þær upp á gátt. Það þarf að gera áður en safnið sjálft verður opnað.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun