Skoðun

„Lebensraum“ og Úkraína

Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO.

Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki.

Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga…

Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933.

Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×