Kínastjórn vill sameiningu Kóreuríkja 1. desember 2010 00:30 Ekki hrifin Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór ekki dult með andúð sína á framtaki Wikileaks.fréttablaðið/AP Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem birt hafa verið á vegum vefsíðunnar Wikileaks, er að finna upplýsingar um að kínversk stjórnvöld hafi þá stefnu að Norður-Kórea sameinist Suður-Kóreu með friðsamlegum hætti. Breska dagblaðið The Guardian segir að kínverskir embættismenn í Evrópu, sem ekki eru nafngreindir, hafi staðfest þetta í gær. Embættismennirnir segja að Kínastjórn geti ekki leyft Norður-Kóreumönnum að halda að þeir geti hagað sér eins og þeim sýnist. Í leyniskjölunum kemur fram að kínverskir ráðamenn segja ráðamenn í Norður-Kóreu stundum haga sér eins og ofdekraðir krakkar. Þar kemur einnig fram að kínversk stjórnvöld vita minna um ráðamenn í Norður-Kóreu en almennt er talið. Kínverjar hafa lengi vel verið helstu, og upp á síðkastið, nánast einu bandamenn Norður-Kóreu, en virðast þó harla lítið hafa vitað um kjarnorkuáform Norður-Kóreumanna eða hugsanleg leiðtogaskipti. The Guardian hefur eftir embættismönnunum að Kínverjar vilji áfram vera vinveittir Norður-Kóreu, en vilji þó ekki láta teyma sig á asnaeyrunum. Þannig hafi Kínverjar látið ýmsar athafnir Norður-Kóreumanna undanfarið fara í taugarnar á sér, svo sem tilraunir með flugskeyti og kjarnorkusprengjur og árásina á eyju í Gulahafi í síðustu viku. Víðs vegar um heim hafa utanríkisráðherrar og önnur stjórnvöld keppst við að fordæma veflekasíðuna Wikileaks fyrir að birta opinberlega meira en 250 þúsund skjöl frá bandarísku utanríkisþjónustunni, þar sem starfsmenn sendiráða og aðrir stjórnarerindrekar tala hreint út um ráðamenn fjölmargra landa og segja frá misjafnlega safaríkum samskiptum sínum við þá. Í gær höfðu reyndar einungis verið birt á síðunni innan við 300 þeirra 250 þúsund skjala sem Wikileaks hefur boðað birtingu á. Nokkur stórblöð vestan og austan hafs, þar á meðal breska blaðið The Guardian, hafa hins vegar haft aðgang að öllum skjölunum og hafa þau verið að vinna upp úr þeim efni sem birt hefur verið í blöðunum og á vefsíðum þeirra. Margt sem þar kemur fram hefur vakið athygli, svo sem upplýsingar um að Hamid Karzai Afganistansforseti hafi náðað fíkniefnasala og hættulega fanga vegna tengsla þeirra við áhrifamikla einstaklinga. Julian Assange, stofnandi Wikileaks, upplýsir í viðtali við tímaritið Forbes að næsti stóri lekinn á síðunni verði frá stórum bandarískum bönkum. Þar verði afhjúpuð ólögleg starfsemi bankanna og annað vafasamt athæfi þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira