Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara 22. desember 2010 06:00 Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur.Fréttablaðið/GVA „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is Áramótaskaupið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
„Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöfundum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumennirnir hafa stungið af og kostnaðurinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifjar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifærið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólkinu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífaldan til baka. „Þetta er jólaleikurinn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón allavega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumyndavél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samningamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verðleggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stórmannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is.atlifannar@frettabladid.is
Áramótaskaupið Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira