Bilderberg klúbburinn ræðir um framtíð evrunnar 4. júní 2010 08:41 Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira
Hinn árlegi fundur Bilderberg klúbbsins verður haldinn í Barcelóna á Spáni um helgina. Þar mun meðal annars verða rætt um framtíð evrunnar sem stendur á brauðfótum í þeirri skuldakreppu sem ríkir meðal þjóðanna í suðurhluta Evrópu. Í frétt um málið í Guardian segir að ýmsir hópar mótmælenda séu að koma sér fyrir í Barcelóna til að fylgjast með fundinum og jafnvel trufla hann ef tækifæri gefst til. Daniel Estulin einn þeirra sem fylgist náið með Bilderberg klúbbnum segir í samtali við Guardian að hann hafi komist yfir dagskrá fundarins. Samkvæmt henni hafa meðlimir klúbbsins verulegar áhyggjur af stöðu evrunnar og mikilli veikingu hennar frá síðustu áramótum. Eru Bilderbergarar taugaóstyrkir yfir því að þetta gæti leitt til frekari kreppu og pólitísk óróa innan evrusvæðisins. Bilderberg klúbburinn var stofnaður af pólska útlaganum Joseph Retinger árið 1954 og var klúbbnum ætlað að vera brjóstvörn gegn útbreiðslu kommúnismans. Meðal þess sem talið er að Bilderberg hafi komið til leiðar er samvinna Frakklands og Þýskalands, innganga Þýskalands í Nato og Maastricht samningurinn. Þetta hafi allt verið ákveðið í einkaviðræðum Bilderberg manna í koníaksstofum víða um Evrópu. Gestlistinn að þessu sinni telur m.a. Henry Kissinger fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, David Rockefeller fyrrum forstjóra Chase Manhattan bankans og Paul Wolfowitz fyrrum bankastjóra Alþjóðabankans. Listinn telur að mestu miðaldra eða eldri hvíta karla. Ekki er vitað til að neinn Íslendingur sæki fundinn að þessu sinni en meðal þeirra sem áður hafa verið á gestalistanum má nefna Davíð Oddsson, Björn Bjarnason og Geir Hallgrímsson, allt fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Sjá meira