Andersen & Lauth í Top Model 10. júlí 2010 03:00 Heppileg tilviljun Gunnar Hilmarsson, eigandi Andersen & Lauth, sá hönnun sína í sjónvarpsþættinum America‘s Next Top Model. Fréttablaðið/Arnþór „Þetta var í nýjasta þætti America's Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar," útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America's Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. Vestið er úr haust/vetrarlínu fyrirtækisins sem kom út síðasta haust og segir Gunnar ávallt gaman þegar svona lagað gerist. „Þetta var ekki í gegnum okkur og við teljum að einhver stílistinn hafi líklega keypt vestið einhvers staðar því við lánuðum það ekki sjálf. Við erum enn ekki farin að selja vörur okkar eins skipulega í Bandaríkjunum og við gerum í Evrópu og því kemur það manni enn svolítið á óvart þegar ég sé fólk klæðast hönnun minni í Bandaríkjunum," segir Gunnar, en Fréttablaðið greindi frá því í desember í fyrra að sést hafi til söngkonunnar Gwen Stefani í flík frá Andersen & Lauth. Gunnar er um þessar mundir staddur í Miami ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hleður batteríin fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst. „Við notum mars, apríl og maímánuði í að teikna vorlínuna fyrir næsta ár. Svo kemur stutt hlé sem maður nýtir gjarnan í frí áður en maður hefur undirbúning fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst og standa fram á haust. Það er heilmikill undirbúningur sem fylgir slíkum sýningum og nóg að gera." - sm Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Þetta var í nýjasta þætti America's Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar," útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America's Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni. Vestið er úr haust/vetrarlínu fyrirtækisins sem kom út síðasta haust og segir Gunnar ávallt gaman þegar svona lagað gerist. „Þetta var ekki í gegnum okkur og við teljum að einhver stílistinn hafi líklega keypt vestið einhvers staðar því við lánuðum það ekki sjálf. Við erum enn ekki farin að selja vörur okkar eins skipulega í Bandaríkjunum og við gerum í Evrópu og því kemur það manni enn svolítið á óvart þegar ég sé fólk klæðast hönnun minni í Bandaríkjunum," segir Gunnar, en Fréttablaðið greindi frá því í desember í fyrra að sést hafi til söngkonunnar Gwen Stefani í flík frá Andersen & Lauth. Gunnar er um þessar mundir staddur í Miami ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hleður batteríin fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst. „Við notum mars, apríl og maímánuði í að teikna vorlínuna fyrir næsta ár. Svo kemur stutt hlé sem maður nýtir gjarnan í frí áður en maður hefur undirbúning fyrir tískuvikurnar sem hefjast í ágúst og standa fram á haust. Það er heilmikill undirbúningur sem fylgir slíkum sýningum og nóg að gera." - sm
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira