Ekki víst að LeBron taki börnin með á völlinn í Cleveland Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. nóvember 2010 16:45 LeBron James. Nordic Photos/Getty Images Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James. NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Það eru margir NBA-aðdáendur farnir að telja niður fyrir næstu viku því þá snýr LeBron James aftur til Cleveland en hann yfirgaf herbúðir félagsins eins og frægt er orðið síðasta sumar og gekk í raðir Miami Heat. Það er líklega ekki verið að taka of stórt upp í sig með því að halda fram að James sé hataður í borginni í kjölfarið. Forráðamenn Cleveland eru þegar farnir að undirbúa "heimkomuna" en öryggisgæsla verður hert verulega á leiknum. Starfsmenn munu einnig labba um salinn meðan á leik stendur og fjarlægja sérstaklega móðgandi skilti. "Auðvitað sættum við okkur ekki við of mikinn dónaskap, það eru börn líka á staðnum. Við ætlum samt ekki að vera eins og Gestapó," sagði hinn skrautlegi eigandi Cleveland, Dan Gilbert. James getur ekki neitað því að hann sé þegar farinn að hugsa um leikinn. "Hvernig er annað hægt? Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að ég er að fara í óvinveitt umhverfi. Það verður hátt spennustigið og mikil læti þarna," sagði James og bætti við. "Ég hef engar áhyggjur af öryggisgæslunni. Þetta er góð deild og það er alltaf passað upp á að bæði leikmönnum og áhorfendum líði vel." Á þeim sjö árum sem James lék með Cleveland voru vinir hans og fjölskylda dugleg að mæta á völlinn. Þar á meðal synir hans tveir sem nú búa í Akron með unnustu James. James hefur ekki ákveðið hvort hann taki þá með á völlinn. "Það væri líklega skynsamlegt að biðja vini og ættingja að halda sig fjarri. Það gæti samt verið erfitt því allir vilja sjá leikinn. Við sjáum hvað setur," sagði James.
NBA Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira