NBA: Tólf í röð hjá Dallas, tíu í röð hjá Boston, átta í röð hjá Miami Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2010 11:00 Jason Terry fagnar mikilvægari körfu í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104 NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira
Dallas Mavericks, Boston Celtics og Miami Heat eru öll á miklu skriði í NBA-deildinni í körfubolta og unnu þau öll sína leiki í nótt. Dallas vann sinn tólfta leik í röð, Boston vann sinn tíunda leik í röð og Miami vann sinn áttunda leik í röð en alla átta leikina hefur Miami unnið með tíu stigum eða meira. Dirk Nowitzki var með 31 stig og 15 fráköst þegar Dallas Mavericks vann 103-97 sigur á Utah Jazz. Dallas missti niður 25 stiga forskot en náði að tryggja sér sigurinn í lokin ekki síst vegna þess að liðið hitti úr 14 af 26 þriggja stiga skotum sínum. Dallas hefur ekki byrjað betur síðan 2002-2003 tímabilið en liðið er búið að vinna 19 af 23 leikjum sínum. DeShawn Stevenson var með 17 stig hjá Dallas og Caron Butler skoraði 16 stig. Deron Williams skoraði 34 stig fyrir Utah og Paul Millsap var með 16 stig. Dwyane Wade var með 36 stig í 104-83 útisigri Miami Heat á Sacramento Kings. LeBron James bætti við 25 stigum og 10 fráköstum og Chris Bosh var með 14 stig og 17 fráköst. Kings hefur tapað 15 af síðustu 17 leikjum sínum og voru lítil mótstaða fyrir Miami-liðið sem hefur unnið átta leiki í röð eftir að hafa tapað 3 af 4 leikjum sínum í lok nóvember. Omri Casspi var með 20 stig hjá Sacramento en Tyreke Evans skoraði aðeins 5 stig og klikkaði á 8 af 10 skotum sínum. Kevin Garnett lokar öllum leiðum í nótt.Mynd/AP Ray Allen og Glen Davis voru stigahæstir hjá Boston Celtics í 93-62 útisigri á Charlotte Bobcats en það var varnarleikur Boston sem var stjarna leiksins og tryggði liðinu sinn tíunda sigur í röð. Þeir Allen og Davis skoruðu báðir 16 stig og Kevin Garnett var með 13 stig og 11 fráköst. Nýliðinn Semih Erden var í byrjunarliði Boston þar sem að Shaquille O'Neal, Jermaine O'Neal og Kendrick Perkins eru allir meiddir. Bobcats-liðið átti enga möguleika gegn kæfandi v0rn Boston-manna en leikmenn liðsins hittu aðeins úr 34 prósent skot sinna og töpuðu 22 boltum. Derrick Rose var með 21 stig og 7 stoðsendingar þegar Chicago Bulls vann 113-82 sigur á Minnesota Timberwolves en þetta var fimmti sigur Chicago-liðsins í röð. Luol Deng var með 19 stig fyrir Bulls-liðið og Carlos Boozer bætti við 17 stigum. Kevin Love var með 23 stig og 15 fráköst hjá Minnesota. Toronto Raptors var 25 stigum undir í seinni hálfleik en náði samt að tryggja sér 120-116 útisigur á Detroit Pistons. Jerryd Bayless skoraði 31 stig fyrir Toronto, Andrea Bargnani var með 22 stig og Leandro Barbosa skoraði 20 stig. Ben Wallace var með 23 stig og 14 fráköst hjá Detroit og Rodney Stuckey skoraði 23 stig. Blake Griffin og félagar í Los Angeles Clippers töpuðu öðrum leiknum í röð með einu stigi.Mynd/AP Kevin Martin skoraði 32 af 40 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Houston Rockets vann 110-95 sigur á Cleveland Cavaliers en Cavaliers-liðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð. Shane Battier var með 16 stig fyrir Houston en hjá Cleveland var Antawn Jamison með 24 stig og Mo Williams skoraði 18 stig og gaf 9 stoðsendingar. Þetta er lengsta taphrina Cleveland síðan í apríl 2004. Jamal Crawford var með 25 stig og Josh Smith skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks van 97-83 sigur á Indiana Pacers. Al Horford var líka nálægt þrennunni með 16 stig, 16 fráköst og 8 stoðsendingar. Mike Dunleavy skoraði 16 stig fyrir Indiana. Zach Randolph var með 18 stig og 13 fráköst í 84-83 útisigri Memphis Grizzlies á Los Angeles Clippers og Marc Gasol bætti við 17 stigum. Eric Gordon var með 25 stig fyrir Clippers og nýliðinn Blake Griffin skilaði 19 stigum og 11 fráköstum.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Derrick Rose.Mynd/APLos Angeles Clippers-Memphis Grizzlies 83-84 Atlanta Hawks-Indiana Pacers 97-83 Charlotte Bobcats-Boston Celtics 62-93 Detroit Pistons-Toronto Raptors 116-120 Chicago Bulls-Minnesota Timberwolves 113-82 Dallas Mavericks-Utah Jazz 103-97 Houston Rockets-Cleveland Cavaliers 110-95 Sacramento Kings-Miami Heat 83-104
NBA Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sjá meira