Guðlast? Ögmundur Jónasson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun