Guðlast? Ögmundur Jónasson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Birgi Hermannssyni stjórnmálafræðingi er mikið niðri fyrir í nýlegri grein hér í blaðinu, sem hann nefnir Ögmundur og ESB. Í blaðagrein hafði ég sett fram gagnrýni á EES-samninginn, rifjað upp að hann hefði að mati margra ekki staðist stjórnarskrá og grafið undan lýðræðinu. EES hefði veikt möguleika okkar til að ákveða sjálf hvernig við skipuleggjum samfélag okkar. Birgir spyr hvort ég sé enn þeirrar skoðunar að EES stríði gegn stjórnarskránni, nokkuð sem Hannesi Péturssyni rithöfundi finnst undarlegt að kalli þá ekki á stöðugt andóf gegn EES og kröfu af minni hálfu um útgöngu. Birgir vill einnig heyra hvort mér finnist full ESB-aðild lakari kostur en EES-samningurinn út frá sjónarhóli lýðræðisins. Þessu skal ég svara. Með EES-aðildinni misstum við sjálfsforræði í ýmsum málum og það sem verra er, markaðsdómstóll ESB hefur reynst hafa úrskurðarvald í málefnum sem lúta að öllu sem snertir EES-samninginn. Þetta hef ég stöðugt bent á og gagnrýnt allar götur frá inngöngunni í EES árið 1994 en áður höfðu öll helstu almannasamtök í landinu, verkalýðssamtök, Bændasamtökin, Neytendasamtökin og fl. sameiginlega krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um EES. Því var sem kunnugt er hafnað. Nú er það eitt að ganga ekki í EES og óska eftir tvíhliða samningi, annað að ganga út - samningsstöðunni ekki saman að jafna. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett fram kröfu um útgöngu. Hins vegar sækja á mig vaxandi efasemdir um EES. Bæði tel ég samninginn hafa að ýmsu leyti verið til mikillar óþurftar og að margt í hruninu megi rekja til markaðsáráttu ESB. Verra er þó ótrúlegt andvaraleysi sumra alþingismanna þegar EES er annars vegar. Ef sagt er að tiltekin fyrirhuguð lagasetning byggi á tilskipun frá Brussel, þagna menn. Málið skoðast afgreitt. Í þessari afstöðu er fólgið alvarlegasta valdaafsalið. Sjálfur hef ég margoft fengið að reyna, þegar ég hef sett fram efasemdir um EES-samninginn, að þessa sömu þingmenn hefur sett hljóða, líkt og gerist hjá strangtrúarfólki þegar guðlast er haft í frammi. Er verra að vera í ESB en EES hvað lýðræðið áhrærir? Að sumu leyti er rökréttara að vera innan ESB. Í sumum málum er þar hægt að hafa meiri bein áhrif en hægt er í EES. En þyngra vegur þó að með inngöngu í ESB missum við ítök í ráðstöfun sjávarauðlindarinnar, skipulagningu landbúnaðar, forræði í utanríkismálum og fyrirvarann sem við settum við þjónustutilskipunina nýlega, hefðum við ekki mátt setja innan ESB svo mikilvægt dæmi sé tekið.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar