Nýtt vaxtabótakerfi í bígerð 3. desember 2010 06:00 Það var mikið fundað í stjórnarráðinu í gær. Nú verður samkomulagið kynnt þar í dag. Nýtt vaxtabótakerfi, til viðbótar því gamla, er ein þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stefnir að til aðstoðar skuldugum heimilum. Samkomulagsdrög um aðgerðir liggja fyrir á milli ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og banka. Ekki er búið að skrifa undir samkomulagið en það verður líklega gert í dag. Aðgerðirnar eru í raun þríþættar. Mörkin til að komast inn í sértæka skuldaaðlögun verða lækkuð þannig að auðveldara verður fyrir fólk með litla greiðslugetu að komast í sértæku aðlögunina. Þá á einnig að auðvelda fólki að fara 110 prósenta leiðina svokölluðu, þar sem skuldir eru færðar niður í 110 prósent af markaðsvirði eigna. Þriðja aðgerðin er síðan nýja vaxtabótakerfið sem snýr að umtalsverðri vaxtaniðurgreiðslu í gegnum skattkerfið. Nánari útfærslur á eftir að gera á kerfinu sem á að kallast á við gamla vaxtabótakerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýja kerfið eignatengt. Óvíst er hver kostnaður við aðgerðirnar verður en þær eiga að ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ef ekkert óvænt kemur upp, á ég von á því að það takist að lenda þessu einhvern tíma á morgun [í dag]," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sem sat á fundi með einum ráðherranna þegar rætt var við hann. Arnar sagði aðkomu lífeyrisjóðanna að aðgerðunum eina og sér ekki mundu hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur sjóðanna. „Það helgast af því að lífeyrissjóðirnir eru með þannig veðstöðu að í langflestum tilfellum eru þeir vel innan marka. En auðvitað kemur fyrir að við lendum að einhverju leyti fyrir utan og þá verður einfaldlega að meta hvort um óinnheimtanlegar kröfur sé að ræða eða ekki," sagði Arnar sem ekki svaraði því hvort lífeyrissjóðirnir myndu koma að fjármögnun vaxtabótakerfisins. Það ætti eftir að koma í ljós. - kh, gar Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Nýtt vaxtabótakerfi, til viðbótar því gamla, er ein þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin stefnir að til aðstoðar skuldugum heimilum. Samkomulagsdrög um aðgerðir liggja fyrir á milli ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og banka. Ekki er búið að skrifa undir samkomulagið en það verður líklega gert í dag. Aðgerðirnar eru í raun þríþættar. Mörkin til að komast inn í sértæka skuldaaðlögun verða lækkuð þannig að auðveldara verður fyrir fólk með litla greiðslugetu að komast í sértæku aðlögunina. Þá á einnig að auðvelda fólki að fara 110 prósenta leiðina svokölluðu, þar sem skuldir eru færðar niður í 110 prósent af markaðsvirði eigna. Þriðja aðgerðin er síðan nýja vaxtabótakerfið sem snýr að umtalsverðri vaxtaniðurgreiðslu í gegnum skattkerfið. Nánari útfærslur á eftir að gera á kerfinu sem á að kallast á við gamla vaxtabótakerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður nýja kerfið eignatengt. Óvíst er hver kostnaður við aðgerðirnar verður en þær eiga að ná til 40 til 50 þúsund manns. „Ef ekkert óvænt kemur upp, á ég von á því að það takist að lenda þessu einhvern tíma á morgun [í dag]," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, sem sat á fundi með einum ráðherranna þegar rætt var við hann. Arnar sagði aðkomu lífeyrisjóðanna að aðgerðunum eina og sér ekki mundu hafa áhrif á lífeyrisgreiðslur sjóðanna. „Það helgast af því að lífeyrissjóðirnir eru með þannig veðstöðu að í langflestum tilfellum eru þeir vel innan marka. En auðvitað kemur fyrir að við lendum að einhverju leyti fyrir utan og þá verður einfaldlega að meta hvort um óinnheimtanlegar kröfur sé að ræða eða ekki," sagði Arnar sem ekki svaraði því hvort lífeyrissjóðirnir myndu koma að fjármögnun vaxtabótakerfisins. Það ætti eftir að koma í ljós. - kh, gar
Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira