Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 22:42 Pavel Ermolinskij var flottur í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum