Umfjöllun: KR-ingar svöruðu fyrir sig í Hólminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2010 22:42 Pavel Ermolinskij var flottur í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira
KR-ingar jöfnuðu undanúrslitaeinvígið á móti Snæfelli með sannfærandi 19 stiga sigri á Snæfelli, 88-107, í Stykkishólmi í kvöld. KR-liðið sýndi nú sitt rétt andlit eftir afleitan fyrsta leik en heimamenn hittu ekki aðeins illa heldur létu mala sig í fráköstunum. Það var allt annað og tilbúnara KR-lið sem mætti til leiks í Hólminn eftir vandræðalegt tap á heimavelli í fyrsta leiknum á móti Snæfelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. KR-ingar höfð yfirburði stærsta hluta leiksins og unnu á endanum flottan og sannfærandi sigur. Það var ljóst frá byrjun að KR-ingar voru í allt öðrum gír en í fyrsta leiknum og í fyrsta leikhlutanum skipti það ekki máli hver skaut á körfuna, það fór hreinlega allt ofan í. KR komst í 16-6, 25-12 og var 30-20 yfir eftir fyrsta leikhlutann þar sem liðið hitti úr 13 af 18 skotum sínum eða 72 prósent.KR-ingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhlutanum og KR var síðan með 18 stiga forskot í hálfleiknum eftir að liðið skoraði 7 síðustu stig hálfleiksins. Það var sama hvar var litið í fyrri hálfleiknum, KR-ingar voru yfir á öllum sviðum, þeir fóru meðal annars illa með heimamenn í fráköstum (26-13) og hittu úr 6 af 10 þriggja stiga skotum á meðan skotval Snæfellsliðins var lýsandi dæmi um pirringinn og svekkelsið sem var komið í liðið. Snæfellingar mættu eins og nýtt lið inn í seinni hálfleikinn, þeir voru duglegir að sækja á körfuna og fengu mikið af vítum. Munurinn var kominn niður í níu stig þegar mögnuð þriggja stiga karfa Pavels þegar skotklukkan var að renna út kveikti í KR-liðinu á ný. Liðið skorað í kjölfarið tvær hraðaupphlaupstroðslur auk annarrar þriggja stig körfu frá Pavel og á einni mínútu rauk munurinn upp í 19 stig. Eftir það var sigurinn í öruggum höndum KR-inga. Pavel Ermonlinskij átti mjög flottan dag í kvöld og var með þrefalda tvennu (18 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar) auk þess að verja 4 skot og stjórna leik liðsins vel. Nú voru bæði Morgan Lewis og Tommy Johnson líka í góðum gír við hlið hans og þeir þrír voru saman með 60 stig og 17 stoðsendingar í þessum leik. Pavel og Morgan voru bestu menn liðsins en Tommy fær einnig prik fyrir að sýna allt annan og betri leik en að undanförnu. Hlynur Bæringsson stóð upp úr í Snæfellsliðinu með 22 stigum og 13 fráköstum. Liðið náði að laga sinn leik í hálfeik en skelfilegur fyrir hálfleikur reyndist liðinu alltof dýrkeyptur. Snæfell tapaði líka frákastabaráttunni 31-45 á heimavelli og fékk á sig 14 þriggja stiga körfur sem er ekki tölfræði sem sést á hverjum degi hjá andstæðingum þeirra í Hólminum. Næsti leikur fer fram í DHl-höllinni á laugardaginn og eftir tvo sannfærandi útisigra má segja að serían byrji þar upp á nýtt og því verður allt undir hjá liðunum í þeim leik.Snæfell-KR 88-107 (20-30, 14-22, 30-27, 24-28)Stig Snæfells: Hlynur Bæringsson 22/13 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17, Jón Ólafur Jónsson 14, Sean Burton 13/9 stoðsendingar, Martins Berkis 9, Emil Þór Jóhannsson 6, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Páll Fannar Helgason 2, Sveinn Arnar Davíðsson 1, Kristján Andrésson 1.Stig KR: Morgan Lewis 24/6 fráköst/5 stoðsendingar, Tommy Johnson 18, Pavel Ermolinskij 18/15 fráköst/10 stoðsendingar/4 varin skot, Brynjar Þór Björnsson 9, Finnur Atli Magnússon 8, Jón Orri Kristjánsson 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 7/4 fráköst, Fannar Ólafsson 7/4 fráköst, Steinar Kaldal 6, Ólafur Már Ægisson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Sjá meira