Íslenski boltinn

Steinþór og Stefán Logi inn í A-landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Logi Magnússon.
Stefán Logi Magnússon.

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í gær fyrir vináttulandsleik á móti Ísrael sem fer fram í Tel Aviv 17. nóvember næstkomandi.

Þeir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Stefán Logi Magnússon koma inn í hópinn í stað þeirra Rúriks Gíslasonar og Árna Gauts Arasonar sem þurftu að draga sig út úr hópnum vegna meiðsla.

Stefán Logi Magnússon á að baki 3 landsleiki á árunum 2008-2009 en hann hafði ekki fengið tækifærið undanfarið þrátt fyrir að standa sig vel með Lilleström í norsku úrvalsdeildinni.

Steinþór Freyr Þorsteinsson á að baki 4 landsleiki en hann spilaði seinni hluta tímabilsins með sænska liðinu Örgryte eftir að hafa spilað vel með Stjörnunni í sumar. Steinþór var valinn í hópinn fyrir leikinn á móti Portúgal.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×