Slúðursögurnar um Tiger Woods eru margar þessa dagana en engin þeirra fæst staðfest enda hefur Tiger algerlega tekist að fara huldu höfði frá því ímynda hans hrundi á einni nóttu.
Vísir greindi frá því um daginn að hermt væri að Tiger væri í meðferð vegna kynlífsfíknar í Suður-Afríku.
Nú segir bandarískur rithöfundur að Tiger sé í meðferð vegna kynlífsfíknar í Mississippi.
Enginn hefur heldur staðfest þær fregnir en sögurnar munu halda áfram að koma þar til Tiger stígur fram á sjónarsviðið á nýjan leik og segir sína sögu.
Vísir spáir því að Tiger muni rjúfa þögnina í fréttaskýringaþættinum 60 mínútur.