Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. desember 2010 06:00 Lagt á ráðin Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, og Jean-Claude Trichet, bankastjóri Seðlabanka Evrópu, ræðast við í Brussel. Fréttablaðið/AP Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Álagspróf banka í Evrópusambandinu (ESB) hafa ekki verið nógu ströng og stendur til að hefja nýja lotu prófana í febrúar næstkomandi. Þetta er meðal niðurstaðna funda fjármálaráðherra ESB í vikunni. Önnur niðurstaða er að ekki verða lagðir frekari fjármunir í sjóði til aðstoðar evruríkjum í efnahagsvanda. Þýskaland, með stuðningi Hollands og Austurríkis, neitar að bæta við 750 milljarða evra (um 114 þúsund milljarðar íslenskra króna, eða 114 billjónir) sjóð til að aðstoða evruríki í efnahagskröggum. Þá vilja ríkin ekki heldur styðja útgáfu nýrra sam-evrópskra verðbréfa. Löndin segja að nú sé tími til kominn að hrinda í framkvæmd ákvörðunum síðustu mánaða. „Það er engin skynsemi í að hefja stöðugt nýjar viðræður,“ sagði Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, eftir fundalotu síðustu daga með kollegum sínum. ESB er nú sagt reiða sig á að mjög skuldsett evrulönd, á borð við Spán og Portúgal, hrindi umfangsmiklum aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum í framkvæmd. Um leið vinnur sambandið að því að takmarka hættuna á því að óstöðugleiki í fjármálageiranum smiti út frá sér. Hluti af því eru ný álagspróf banka í ESB í febrúar. Olli Rehn, sem fer með peningamál í framkvæmdastjórn ESB, sagði nýju prófin verða „ítarlegri og yfirgripsmeiri“ en álagspróf sem lögð voru á 91 banka í júlí síðastliðnum. Þá muni verða lagt ítarlegt mat á lausafjárstöðu bankanna, sem fyrri útgáfa álagsprófsins hafi ekki gert. Rehn upplýsti ekki um hvort niðurstöður prófanna yrðu gerðar opinberar, líkt og gert var í sumar. Sjálfur sagðist hann talsmaður fulls gagnsæis, en viðurkenndi að færð hefðu verið rök fyrir því að halda niðurstöðunum leyndum og gefa bönkunum rými til að vinna úr sínum málum í næði. Álagsprófanirnar í júlí hafa verið gagnrýndar eftir að í síðasta mánuði varð ljós þörf írskra banka fyrir neyðaraðstoð. Írsku bankarnir stóðust allir júlíprófið, en einungis sjö af 91 banka fengu þá falleinkunn. Ekki hefur því tekist að eyða áhyggjum fjárfesta af heilsufari evrópskra fjármálastofnana og mögulegum áhrifum þess á skuldbindingar ríkisstjórna þeirra. Mestar áhyggjur hafa þeir af Portúgal og Spáni sem margir virðast telja veikustu hlekkina í myntsamstarfi evruþjóðanna.Í Brussel Elena Salgado, fjármálaráðherra Spánar, ræðir við kollega sína Didier Reynders frá Belgíu, Jyrki Katainen frá Finnlandi og George Osborne frá Bretlandi fyrir fund efnahagsráðs ráðherraráðs ESB í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í gær. Nordicphotos/AFP
Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira