Kína í stríði við Evrópu og Japan um sjaldgæfa málma 25. október 2010 13:24 Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína. Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Evrópubandalagið og Japan íhuga nú að kæra Kínverja til WTO vegna útflutningstakmarkana Kínverja á sjaldgæfum málmum. Þegar er farið að bera á skorti á þessum málmum á mörkuðum í Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að iðnaðarlöndin telji að takmarkanir Kínverja séu ólöglegar. Skorturinn á þessum málmum ógni atvinnulífi Vesturlanda og Japan. Í Þýskalandi hafa iðnaðarrisar á borð við Siemens, Bosch og BASF tilkynnt að takmarkaður aðgangur að þessum málmum muni skaða rekstur þeirra. Kínverjar hafa varið takmarkanir sínar með því að segja að þeir verði að verja eigin birgðir af þessum málmum. Werner Schnappauf formaður Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi blæs á þau rök. Hann segir að Kínvrjar séu að reyna að auka verðmæti þessa útflutnings síns. Afleiðingarnar verði að fleiri af þessum málmum verði fimm- til sjöfalt dýrari um næstu áramót en þeir eru nú. Tímaritið Economist gerði úttekt á þessu máli nýlega en málmar þessir tilheyra 17 sjaldgæfustu efnunum í frumefnatöflunni. Um er að ræða efni eins og neodymium sem m.a. gerir farsímum kleyft að titra þegar þeir hringja, dysprosium sem gerir segulstáli kleyft að viðhalda eiginleikum sínum við háan hita og cerium oxide sem m.a. er notað í slípiefni fyrir gler. Sem stendur eru í Kína um 35% af öllum óunnum birgðum heimsins af þessum málmum og Kína stendur fyrir 95% markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamörkuðum, þar af fara 60% á innanlandsmarkaðinn í Kína.
Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira