Dóra: Get bara vonað það besta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2010 08:30 Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011. Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir mun væntanlega ekkert spila með Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í sumar þar sem hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Í byrjun maímánaðar fékk hún að vita að hún væri með brjóskskemmdir í hné og var fyrirskipað að hvíla það eins vel og mögulegt er. „Það þýðir einfaldlega að ég má ekki hlaupa hvað þá æfa með bolta," segir Dóra í samtali við Fréttablaðið. „Það eru líka einhverjar taugaskemmdir í fætinum og hef ég verið á fullu í endurhæfingu vegna þessa." Dóra segir að líklega sé um álagsmeiðsli að ræða. „Það var ekkert sérstakt sem gerðist hjá mér. Ég fór í tvær aðgerðir á síðasta ári, í september og desember, þar sem hluti af liðþófanum var tekinn. Það er á þeim stað sem liðþófinn veitir vanalega stuðning sem brjóskskemmdirnar eru. Það er í raun ekki vitað hvenær þetta kom til." Hún mun næst fara í myndatöku hér á landi í ágúst og fær þá vonandi jákvæð svör. „Það eina sem ég get gert er bara að vona það besta og að ég fái jákvæð svör." En þó svo að hún fengi grænt ljós á að byrja að æfa á nýjan leik er ólíklegt að hún myndi ná lokasprettinum á tímabilinu í Svíþjóð. „Þá verða fjórir mánuðir liðnir síðan ég hljóp síðast og þá á ég talsvert langt í land með að koma mér aftur í nægilega gott form." Samningur hennar við Malmö rennur út í lok tímabilsins og alls óvíst hvað tekur við þá. „Ég hef fengið mikinn stuðning hjá öllum í félaginu og ég vil auðvitað vera áfram hér. Þetta er mjög sterkt lið og það hefur gengið mjög vel á tímabilinu. En eins og staðan er nú þýðir ekkert að ræða um mína framtíð. Ég vona auðvitað að liðinu gangi jafn vel á næsta sumri og að ég fái að taka þátt í því þá. En það er alveg ljóst að félagið er ekki að reka neina góðgerðastarfsemi og því algerlega óljóst hvað gerist." Malmö er sem stendur langefst í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er enn taplaust og hefur aðeins gert eitt jafntefli. Þóra B. Helgadóttir er aðalmarkvörður liðsins og hefur aðeins fengið á sig átta mörk í þrettán deildarleikjum í sumar. „Það er auðvitað mjög erfitt að þurfa að missa af tímabilinu. Ég væri mikið til í að taka þátt þessu en það þýðir lítið að tala um það - svona er þetta bara stundum í fótbolta," segir Dóra. Hún hefur einnig sem áður mikinn metnað fyrir því að spila með íslenska landsliðinu. „Að sjálfsögðu. Ég hefði gert allt til að ná leiknum gegn Frakklandi en mun þess í stað bara mæta á völlinn og öskra úr mér lungun í stúkunni." Ísland mætir Frakklandi í hreinum úrslitaleik á Laugardalsvellinum þann 21. ágúst næstkomandi um hvort liðið komist áfram upp úr riðlinum og í umspil um sæti á HM 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira