Íslandsmeistarinn Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) hafnaði í 52. sæti á opna austurríska mótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék lokahringinn í dag á 76 höggum eða á fjórum yfir pari en lauk leik samtals á einu undir pari.
Birgir Leifur var í 23-25 sæti fyrir lokahringinn í dag en hrapaði niður listann eftir loka hringinn sem var hans slakasti í mótinu.
Birgir hlaut 3.150 evrur í verðlaunafé sem gerir um 470 þúsund íslenskar.
