Tveir efnilegir á námskeið í Svíþjóð

Tveir efnilegustu markverðir landsins, Aron Rafn Eðvarðsson og Arnór Freyr Stefánsson, eru staddir í Svíþjóð þessa dagana. Þar sækja þeir markmannsnámskeið hjá tveimur af betri markvörðum handboltasögunnar, Svíunum Mats Olsson og Tomas Svensson. Þeir félagar koma síðan heim í dag. Þeir Olsson og Svensson mynduðu eitt sterkasta markvarðapar sem sést hefur í landsliði og hafa örugglega af miklu að miðla.