Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn 26. apríl 2010 11:08 Robert Kubica hefur verið útsjónarsamur í mótum ársins. mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa. Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa.
Mest lesið Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli.“ Sport Dagskráin í dag: Hollywood-lið Wrexham, Körfuboltakvöld og margt fleira Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira