Nýjar reglur verðlauna klóka ökumenn 26. apríl 2010 11:08 Robert Kubica hefur verið útsjónarsamur í mótum ársins. mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa. Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica telur að nýjar reglur sem banna bensínáfyllingar launi klókum ökumönnum, sem þurfa að passa betur upp á endingu dekkja en áður. Bannað var að bæta bensíni á keppnisbíla eftir síðasta keppnistímabil og nú taka ökumenn aðeins þjónustuhlé til að skipta um dekkjagang. Skiptin hafa verið allmörg á þessu ári, þar sem rigning hefur sett svip á sum mótin. Í síðustu keppni voru nokkrir ökumenn sem tóku 5-6 hlé, en það var reyndar fram úr hófi. "Framgangur mála hefur verið annar á þessu ári. Það er mikilvægt að passa upp á dekkin og sýna klókindi í kappakstrinum. Það þýðir ekki að aka af kappi í 2-3 hringi, þá byrja dekkin að skemmast", sagði Kubica í frétt á vefsíðu autosport.com. "Við þurfum að hugsa um að keyra eins hratt og mögulegt er alla keppnina, en ekki bara örfáa hringi. Maður þarf að gæta að því hvernig þyngardreifingin breytist í gegnum mótið (eftir því sem bíllinn verður bensínlléttari) og hjálpa dekkjunum með breyttum lofþrýsting eða uppsetningu drifsins, til að skapa mögleika á betri aksturstíma." Kubica og Renault hafa gert góða hluti á keppnistímabilinu og má segja að hafi komið hvað mest á óvart í mótum ársins til þessa.
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira