Meinafræði hrunsins Þorvaldur Gylfason skrifar 22. júlí 2010 09:41 Enn hafa fáir reynt að rekja áhrif stjórnmálaforustunnar á gang mála árin fram að hruni. Brezki blaðamaðurinn Roger Boyes, höfundur bókarinnar Meltdown Iceland, býður þó í bók sinni upp á kalda meinafræðilega greiningu á stjórnmálaforustunni og áhrifum hennar í aðdraganda hrunsins. Til góðs eða ills?Stjórnmálaleiðtogar geta haft mikil áhrif á þróun samfélagsins til góðs eða ills eftir atvikum. Góðir leiðtogar starfa eftir leikreglum lýðræðis, virða valdmörk og mótvægi, vinna fyrir opnum tjöldum, hefja sig yfir sérhagsmuni og hafa heldur almannahag, sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.Stjórnmálaforustan hér heima síðustu tvo áratugi uppfyllir ekkert þessara skilyrða. Stjórnvöld virtu valdskiptingu að vettugi og fóru út fyrir valdsvið sitt (árásir ráðherra á Hæstarétt). Stofnanir, sem sýndu sjálfstæði gagnvart valdstjórninni, voru ýmist endurmannaðar frændum og vinum (Hæstiréttur), lagðar niður (Þjóðhagsstofnun, Samkeppnisstofnun), settar í fjársvelti eða beittar pólitísku valdboði (Háskóli Íslands) eða þeim var hótað tekjumissi (Samtök iðnaðarins, þegar þau mæltu með aðild að ESB). Stjórnarfarið bar ýmis merki klíkubúskapar (e. crony capitalism). Helzta kennimark klíkubúskapar er samþjöppun viðskiptavalds og stjórnmálavalds á fáar og oft flekkaðar hendur. Tvíburasystir klíkubúskaparins er kunningjasamfélagið, þar sem fara saman skortur á lýðræði, spilling og slæmt stjórnarfar. Smæð landsins er aukaatriði hér, enda á lýsingin að framan einnig við um Ítalíu, Japan og Suður-Kóreu eftir síðari heimsstyrjöldina og einnig Austur-Evrópu. TvískinnungurAð nafninu til stuðluðu stjórnvöld að frelsi í efnahagsmálum, en þau vildu samt ekki láta af valdi sínu, þegar á reyndi. Þau vildu heldur halda áfram að hygla sérhagsmunahópum. Þegar svo er, myndast arður ekki fyrst og fremst í frjálsri og heilbrigðri samkeppni á markaði, heldur einnig í krafti stjórnmálatengsla. Klíkubúskapur býr til afætugróða, sem sprettur af óeðlilegum og stundum beinlínis ólöglegum samskiptum fyrirtækja við stjórnsýslu og stjórnmálamenn eða jafnvel af valdbeitingu. Efnahagslífið verður gegnsýrt af stjórnmálum. Helmingaskipti eru þá reglan, kaup kaups, svo sem Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins 2006-7, hefur nýlega lýst opinberlega. Þeir, sem ætla sér hlut í viðskiptum og atvinnulífi, þurfa að vera í flokki eða talsambandi við hann. Flokkurinn heimtar hollustu (verndargreiðslur) gegn pólitískri greiðvikni (aðgangi að gæðum, sem valdsmenn ráða yfir, til dæmis kvóta). Þetta mynstur þekkist víða úti í heimi.Þegar þörfin fyrir einkavæðingu varð ljós á níunda áratugnum, mætti hún ríkri hefð fyrir ríkisafskiptum ásamt öflugu flokksræði. "Uppreisn frjálshyggjunnar" átti sér stað í þeim flokki, sem átti mestan þátt í að viðhalda nánu samneyti stjórnmála og viðskiptalífs allan lýðveldistímann og átti valdastöðu sína því að þakka líkt og til dæmis á Ítalíu. Uppreisnin rauf ekki þessi tengsl. Í orði kveðnu ætlaði forusta Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum að skapa nýja umgerð um viðskiptalífið með minna ríkisvaldi, meira fjölræði og dreifðri eignaraðild að fyrirtækjum. Útkoman varð samt einkavæðing, þar sem flokksforustan hélt enn lykilstöðu sinni svo sem aðferðin við sölu Landsbankans á lágu verði í hendur vildarvina gegn aðild flokksins að bankaráði vitnar um. Roger Boyes segir í bók sinni (bls. 70), að forusta Sjálfstæðisflokksins hafi reynzt ófær um að færa landið inn í nútímann vegna þess, að hún reyndist ófær um að færa flokkinn inn í nútímann. Flokkarnir héldu áfram að tryggja sér ítök í bönkunum eftir einkavæðingu og manna ríkisstofnanir flokksgæðingum með kunnum afleiðingum. Sviðin jörð, brenndar varirEinkavæðingin losaði samt um tengslin milli stjórnmála og viðskipta. Enda varð fjandinn laus, þegar sumir útrásarvíkinganna þóttust ekki lengur þurfa leyfi stjórnvalda til að fara sínu fram. Þá kom upp sú staða, að stjórnmálaforingjar börðust við nýríka auðkýfinga um yfirráð í viðskiptalífinu eins og ekkert væri sjálfsagðara, og veitti ýmsum betur. Rússland er alveg eins, nema það er óheflaðra og ofbeldisfyllra. Þessi forherti stjórnmálastíll forustunnar féll mörgum flokksmönnum í geð: hann virtist hrífa í krafti síaukinnar skuldasöfnunar í útlöndum. Fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist í nýlegu sjónvarpsviðtali hafa dýrkað jörðina, sem flokksformaðurinn gekk á. Valdstjórnin var í reyndinni hliðstæða útrásarinnar, og vel það: óvönd að virðingu og meðulum, illskeytt, heiftúðug, umbunaði vinum sínum, refsaði öðrum eftir föngum og ól á ótta og sundrungu. Eða hvað skyldu þau annars merkja þessi boð í nafnlausu, vélrituðu bréfi til fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem margoft hefur verið sagt frá í blöðunum, en lögreglan hefur samt ekki enn hirt um að rekja: "En stundum segja menn að friður óttans sé besti friðurinn og sá varanlegasti." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Enn hafa fáir reynt að rekja áhrif stjórnmálaforustunnar á gang mála árin fram að hruni. Brezki blaðamaðurinn Roger Boyes, höfundur bókarinnar Meltdown Iceland, býður þó í bók sinni upp á kalda meinafræðilega greiningu á stjórnmálaforustunni og áhrifum hennar í aðdraganda hrunsins. Til góðs eða ills?Stjórnmálaleiðtogar geta haft mikil áhrif á þróun samfélagsins til góðs eða ills eftir atvikum. Góðir leiðtogar starfa eftir leikreglum lýðræðis, virða valdmörk og mótvægi, vinna fyrir opnum tjöldum, hefja sig yfir sérhagsmuni og hafa heldur almannahag, sanngirni og réttlæti að leiðarljósi.Stjórnmálaforustan hér heima síðustu tvo áratugi uppfyllir ekkert þessara skilyrða. Stjórnvöld virtu valdskiptingu að vettugi og fóru út fyrir valdsvið sitt (árásir ráðherra á Hæstarétt). Stofnanir, sem sýndu sjálfstæði gagnvart valdstjórninni, voru ýmist endurmannaðar frændum og vinum (Hæstiréttur), lagðar niður (Þjóðhagsstofnun, Samkeppnisstofnun), settar í fjársvelti eða beittar pólitísku valdboði (Háskóli Íslands) eða þeim var hótað tekjumissi (Samtök iðnaðarins, þegar þau mæltu með aðild að ESB). Stjórnarfarið bar ýmis merki klíkubúskapar (e. crony capitalism). Helzta kennimark klíkubúskapar er samþjöppun viðskiptavalds og stjórnmálavalds á fáar og oft flekkaðar hendur. Tvíburasystir klíkubúskaparins er kunningjasamfélagið, þar sem fara saman skortur á lýðræði, spilling og slæmt stjórnarfar. Smæð landsins er aukaatriði hér, enda á lýsingin að framan einnig við um Ítalíu, Japan og Suður-Kóreu eftir síðari heimsstyrjöldina og einnig Austur-Evrópu. TvískinnungurAð nafninu til stuðluðu stjórnvöld að frelsi í efnahagsmálum, en þau vildu samt ekki láta af valdi sínu, þegar á reyndi. Þau vildu heldur halda áfram að hygla sérhagsmunahópum. Þegar svo er, myndast arður ekki fyrst og fremst í frjálsri og heilbrigðri samkeppni á markaði, heldur einnig í krafti stjórnmálatengsla. Klíkubúskapur býr til afætugróða, sem sprettur af óeðlilegum og stundum beinlínis ólöglegum samskiptum fyrirtækja við stjórnsýslu og stjórnmálamenn eða jafnvel af valdbeitingu. Efnahagslífið verður gegnsýrt af stjórnmálum. Helmingaskipti eru þá reglan, kaup kaups, svo sem Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins 2006-7, hefur nýlega lýst opinberlega. Þeir, sem ætla sér hlut í viðskiptum og atvinnulífi, þurfa að vera í flokki eða talsambandi við hann. Flokkurinn heimtar hollustu (verndargreiðslur) gegn pólitískri greiðvikni (aðgangi að gæðum, sem valdsmenn ráða yfir, til dæmis kvóta). Þetta mynstur þekkist víða úti í heimi.Þegar þörfin fyrir einkavæðingu varð ljós á níunda áratugnum, mætti hún ríkri hefð fyrir ríkisafskiptum ásamt öflugu flokksræði. "Uppreisn frjálshyggjunnar" átti sér stað í þeim flokki, sem átti mestan þátt í að viðhalda nánu samneyti stjórnmála og viðskiptalífs allan lýðveldistímann og átti valdastöðu sína því að þakka líkt og til dæmis á Ítalíu. Uppreisnin rauf ekki þessi tengsl. Í orði kveðnu ætlaði forusta Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum að skapa nýja umgerð um viðskiptalífið með minna ríkisvaldi, meira fjölræði og dreifðri eignaraðild að fyrirtækjum. Útkoman varð samt einkavæðing, þar sem flokksforustan hélt enn lykilstöðu sinni svo sem aðferðin við sölu Landsbankans á lágu verði í hendur vildarvina gegn aðild flokksins að bankaráði vitnar um. Roger Boyes segir í bók sinni (bls. 70), að forusta Sjálfstæðisflokksins hafi reynzt ófær um að færa landið inn í nútímann vegna þess, að hún reyndist ófær um að færa flokkinn inn í nútímann. Flokkarnir héldu áfram að tryggja sér ítök í bönkunum eftir einkavæðingu og manna ríkisstofnanir flokksgæðingum með kunnum afleiðingum. Sviðin jörð, brenndar varirEinkavæðingin losaði samt um tengslin milli stjórnmála og viðskipta. Enda varð fjandinn laus, þegar sumir útrásarvíkinganna þóttust ekki lengur þurfa leyfi stjórnvalda til að fara sínu fram. Þá kom upp sú staða, að stjórnmálaforingjar börðust við nýríka auðkýfinga um yfirráð í viðskiptalífinu eins og ekkert væri sjálfsagðara, og veitti ýmsum betur. Rússland er alveg eins, nema það er óheflaðra og ofbeldisfyllra. Þessi forherti stjórnmálastíll forustunnar féll mörgum flokksmönnum í geð: hann virtist hrífa í krafti síaukinnar skuldasöfnunar í útlöndum. Fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins sagðist í nýlegu sjónvarpsviðtali hafa dýrkað jörðina, sem flokksformaðurinn gekk á. Valdstjórnin var í reyndinni hliðstæða útrásarinnar, og vel það: óvönd að virðingu og meðulum, illskeytt, heiftúðug, umbunaði vinum sínum, refsaði öðrum eftir föngum og ól á ótta og sundrungu. Eða hvað skyldu þau annars merkja þessi boð í nafnlausu, vélrituðu bréfi til fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem margoft hefur verið sagt frá í blöðunum, en lögreglan hefur samt ekki enn hirt um að rekja: "En stundum segja menn að friður óttans sé besti friðurinn og sá varanlegasti."
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun