Græn slikja komin á tún á öskusvæði undir Eyjafjöllum 28. apríl 2010 03:00 MYND/Vilhelm Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Bændur á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum huga nú að sumarbeit fyrir sauðfé og öflun heys, að sögn Katrínar Andrésdóttur héraðsdýralæknis. Hún er þessa dagana á ferð um svæðið ásamt Þorsteini Ólafssyni, sérgreinadýralækni sauðfjár og nautgripa. Þau ræða við bændur og taka stöðuna. „Þeir sem við höfum rætt við eru ótrúlega brattir," sagði Katrín í gær og bætti við: „Það er seigt í íslenskum bændum." Katrín og Þorsteinn voru stödd á öskufallssvæðinu vestanverðu í gær og sagði Katrín að gróðurinn hefði tekið ótrúlega fljótt við sér. Græn slikja væri víða komin á tún. Staðan væri mun bjartari en hún hefði þorað að vona. „Flúorinn þvæst úr í rigningu. Askan gæti hins vegar verið slæm fyrir heyvinnuvélar og ryk komist í heyið, en þetta á ekki að verða til mikils skaða," sagði Katrín. Hún sagði að aðaláhyggjuefni þeirra bænda sem rætt hefði verið við væri sumarbeit sauðfjár, þar sem afréttarlönd þeirra hefðu orðið illa úti í öskufallinu. Tilboð um hey hefðu borist víða af landinu og hægt yrði að flytja það af einhverjum svæðum. „Hins vegar eru miklar hömlur á slíkum flutningum og gossvæðið er mjög hreint [af búfjársjúkdómum]," útskýrði hún og undirstrikaði að vel yrði vandað til heyflutninganna ef af yrði. Talsvert af hrossum var flutt burt af svæðinu þegar öskufallið var hvað mest, að sögn Katrínar, en hvorki sauðfé né nautgripir. „Markarfljót er varnarlína vestan megin og sé sauðfé og nautgripir flutt yfir hana mega þeir ekki koma til baka aftur." Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri í Rangárþingi eystra, hitti meðal annars fulltrúa Búnaðarsambands Suðurlands og Bjargráðasjóðs í gær, sem svöruðu þá fyrirspurnum íbúa. Hann sagði að sjóðurinn hefði skyldum að gegna við bændur vegna framkvæmda sem ekki væru tryggðar eins og til að mynda ræktað land. „Reglur Bjargráðasjóðs eru þannig að þeir borga eftir á, þegar öll kurl eru komin til grafar, en það verður ekki fyrr en í haust," sagði Elvar. „Það þyrfti að gerast fyrr því menn verða fyrir miklum útlögðum kostnaði nú þegar. Bjargráðasjóður er að athuga hvort eitthvað sé hægt að gera til að koma til móts við þá. Að auki kemur Viðlagatrygging að þessum málum. Ég veit að menn eru allir af vilja gerðir og eru nú að átta sig á stöðunni." jss@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira